Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 9

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 9
Pálsson Gil (Glóra). Nú, það var náttúru- lega sagt Gilglóra eí'tir það tii að stríða karíinum. Þetta var góður karl, ágætur og þau systkini öil. ÞaO væri nokkuð margar sögur um Jón í Gióru et' maður færi aö glugga þær upp. Hann átti máilausa systur og svo dó hún og kunningi hans á næsta bæ smíðaði lag- lega kistu utan um líkið eí’tir beiðni Jóns. Þegar Jón kemur að sækja kistuna segir hann: „Já, hún er falleg, já, hún er ljómandi falieg, en liún er of stutt. Ef liún réttir úr sér er hún ailtof stutt”. DÁSAMLEG GALDRALÆKNING Á síðustu öld bjó Guðmundur Þorvalds- son í Hjarðardal. Þetta var mjög samvisku- samur maður og lagtækur eins og þræl- ættgengt er í þeirri ætt. Hann var snyrti- menni í búningi og mútti ekki vamm sitt vita í neinu. Meðai dóttursona hans voru Björn Guðmundsson á Núpi, Ölafur Öiafs- son í Haukadal og Guðmundur Kristjánsson hér á Ísafirði. Svo er hann að smíða skip og sagan segir, að hann hafi átt gott efni í kjölinn. En þegar liann fer að prófa efnið, þá lieggur hann í það og spænirnir setja kryppuna upp, fara á hvolf, sem kallað er. Svona spýtur mátti ekki nota í skip svo hann kastar þessu frá sér. Svo líður eitthvað og hann getur ekki fengið neina spýtu í stað- inn. Hann tekur til hennar aftur og telur sér trú um, að þetta sé mesta hjátrú og notar hana í skipið. I>etta hefur líklega verið áttæringur og arnfirðingum er afhent skip- ið. Nema hann fréttir, að skipið hafi farist mcð öllu í öðrum róðri. Það er ekkert, hann leggst bara í rúmið, og getur alls ekki sofið. Barið er á þekjuna, hvenær, sem hann ætlar að festa blund og hann er að verða alveg sturlaður. Þetta er talin vera sending frá arnfirðingum i hefndarskini en náttúrulega var þetta sam- viskudraugurinn, trúin á að hann haí'i ekki gert rétt. Þarna kemur fram ættarein- kenni, samviskusemin. Það er vinnumaður hjá honum og Guð- mundur biður hann að fara vestur í Arnar- fjörð og heimsækja þekktan galdramann þar, sem hét Jóhannes á Kirkjubóli og biður hann að skila til hans að hjálpa sér ef hann geti. Vinnumaður gerir það. Nú Jóhannes segir ekki mikið, biður manninn að hútta og hvíla sig vel. Hann vekur liann snemma um morguninn og færir honum nýja skó og nesti og segir, að hann megi ekki láta flytja sig yfir firðina hann verði að fara gangandi. Hann megi engum heilsa þangað til hann hitti Guð- mund. Þá skuli hann bera honum kveðju sína og voni að þetta hjálpi nokkuð. Þetta tekst manninum með mestu trú- mennsku og Guðmundi batnaði svo, að liann dólaði alltaf eftir það. En drauginn sáu margir, og liann var kallaður Hjarðar- dals-Móri. Þetta finnst mér vera dásamleg galdralækning. Eitthvað er frá Jóhannesi, sem verkar á Guðmund sjálfan. Hann trúði og varð læknaður. BRJÁLSEMI Ég man eftir einni brjálaðri manneskju, sem var í nágrenninu. Við hylltustum til að hlusta á hana, ef hún var að tauta, en ef hún vissi, að einhver var að hlusta, þá þagði hún. Einu sinn leit hún út um glugg- ann og sá einhvern norðmann, sem var að fara út í á með prik eða stöng. Þá gellur hún við upp úr þurru: „Ha, þarna fara nú bara 17 frá Italíu, allir með stangir”, segir hún. Þetta var nú matur fyrir okkur, brjál- semi sko. Svo sagði hún einu sinni við mig: „Hvort eru það nú heldur rússar eða prússar, unginn minn, sem eru hérna á hvalveiðastöðinni”. „Ja, það er nú hvorugt”, sagði ég, „það eru norðmenn”. „Ö já, það eru norðmenn, já”, sagði hún. Þetta var fengur, eitthvað afbrigði svona. Ég var hálf liræddur við hana í aðra rönd- ina, lét hana aldrei sjá það, passaði alltaf að hafa bil á milli okkar, því að liún var stór og reif utan af sér fötin. HLJÓÐABUNGA 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.