Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Qupperneq 9

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Qupperneq 9
- 9 - eígum eftir að segja um æskuna, þegar víð erum orðin gömul. Ellin, með örfáum undantekningum, hefur ekki skilið og mun ekki skilja æskuna. Tökum t. d. nútímaunglinginn og ungling fyrir 50 árum. Það er vís - indalega sannað, að við þroskumst tveim árum fyrr en jafnaldrar okkar þá. Þetta eitt segir sína sögu. Uppeldið einkenndist þá af hörku og skilningsleysi. Afleiðingarnar augljósar : áður voru börnin feimin og uppburðarlaus, nú djarf- leg og vita sínu viti. Að lokum til æskunnar ; Við höfum þegið goðar gjafir og mikil verkefni í arf frá fyrri kynsloð, og hún hefur ávaxtað pund sitt vel. En "vandi fylgir vegsemd hverri", og er svo einnig með þetta. Við segjumst eiga gáfur og víst er það ; við segjumst vera vitur og það er einnig rétt. En til hvers eru vit og gáfur, ef við notum þær ekki ? Því ryðjum við öllum bábiljum og hleypi- dómum ellinnar úr vegi, göngum hnar- reíst, og látum skoðanir okkar otvírætt x Ijos. DANSÆFING FYRIR 1. BEKK Fyrsta dansæfing fyrir I. bekk var haldin 6. nóvember kl. hálf sex. Flestir voru óánægðir með tímann. Við vildum hafa það frá 8-12 eins og hínir bekkirnir, því að við erum engin smábörn ! En það var samt gaman. Skemmtunin byrjaði með því, að júlíus Sigurðsson, 3.-B, lék á harmónikku, svo las Andrés Indriðason upp úr Blysinu síðan í fyrra ; þvínæst var kappát. Voru tveir keppendur og áttu þeir að borða gulrætur. TÓkst það ágætlega. Svo hófst dansinn; fyrst dönsuðu fáir, en svo komu þeir með "hringdans", og þá fóru allir af stað. Reyndar voru þarna roskp- ar junkur úr 3.bekk, sem þóttust gera mikið góðverk með að teyma okkur fram á gólfið og láta okkur dansa við ein- hverja strákbjána, sem við vildum alls ekki dansa við. Þser hafa víst haldið, að við værum ekki sjálfbjarga, en þar skjáitlast. þeim. Eitt "par" úr 3. bekk var svo hugsunarsamt að koma og kenna okkur að "vanga". Kennslan gekk alveg stórfenglega; allir krakkarnir eru orðn- ir meistarar í þessari grein. Þegar leið að lokum, fór fram spurninga- dans. Hann var mjög spennandi. Sigur- vegararnir hlutu að launum Pepsi Cola og "Prins Póló" ! ! Síðan var dansað til kl. níu, en þá sleit Ólafur Gústafsson, form. skemmtinefndarinnar, dansæfingunni. Allir fyrstubekkingar hlakka til næstu dansæfingar. Ein úr I. bekk. VERÐLAUNASAMKEPPNIN Nemendur skólans munu hafa rekið augun í plagg eitt, sem lengi hékk í aug- lýsingakassa skólans. Á þetta plagg voru rituð hvatningarorð til nemenda. Einnig var sá háttur hafður á, að efna til verð- launasamkeppni um beztu greinina, sem bærist blaðinu, en frestur rann út I. des- ember. Var settur upp kassi í hægra sal- arhornið, og gátu nemendur auðveldlega stungið þar hinu andlega fóðri sínu. Rann nú upp hin hátíðlega stund, að kassinn skyldi opnaður. Hafði hennar ver- ið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bjuggumst vér við, að út úr kassanum myndi andlega fóðrið svífa í hrönnum. En, allir okkar draumar hrundu til grunna, er út úr kassanum valt heil dobía af eins- eyringum, tveggjeyringum, fimmeyring- um, tíeyringum og tuttugu og fimmeyring- um; item tveir krónupeningar og einn ný- sleginn túskildingur. Af þessu má sjá, að nemendur hafa algjörlega misskilið hið göfuga hlutverk kassans. Eigi var það ætlun vor, að beiðast ölmusu, því að nemendafélagið er ekki svo illa á vegi statt. Auðvitað þakkar féhirðir nemenda- félagsins hinum góðgerðasömu nemendum, en til að fyrirbyggja allan misskilning næst, þegar kassinn verður settur upp, nemendum til augnayndis og hæginda, skal á það bent, að kassinn hefur því hlutverki að gegna að innbyrða efni og greinar ( ekki barrgreinar ) í vort ágæta skólablað. H V Ö T Hvöt, málgagn sambands bindindis- félaga í Skólum, er nýkomið út. Hefur Frh. á bls. 23.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.