Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 10

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 10
10 LÖG FYRIR NEMENDAFÉLAG GAGNFRÆÐASKÓLA AUSTURBÆJAR gr. Felagið heitir NemencLafelag Gagnfræða- skola Austarbæjar. gr- Tilgangur félagsins er að efla kynni nemenda og auka félagsþroska þeirra; sjá þeim fyrir hollum og heilbrigðum skemmtunum og gæta hagsmuna þeirra og heiðurs skólans. 3- gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að hollu tómstundastarfi á þann hátt m. a. ; a) að gefa út skólablað, b) gangast fyrir málfundum, e) gangast fyrir dansæfingum og hvers konar skemmtunum, t. d. kvikmyndasýningum, hljómplötu- kynningum o. s.frv. d) efla íþróttalíf nemenda. 4. gr. Allir nemendur skólans eru meðlimir félagsins, enda greiði þeir ársgjald, kr. 20, 00, fyrir 1. desember ár hvert. Innifalið í þessari upphæð er ársgjald að málgagni nemendafélagsins, "Blysinu", og er gert ráð fyrir, að tvö til þrjú blöð komi út hvert skólaár. Yerði hagnaður af útgáfunni mun ágóði renna í ferðasjóð. Þegar nemendur greiða ársgjaldið fá þeir kvittun, sem þeim ber að sýna við afhendingu blaðsins. Einnig ber að sýna kvittunina, þegar dansæfingar eru haldn- ar; svo og á árshátíð nemendafélagsins. Kvittun þessi skal vera órækur vottur þess, að nemandi sé meðlimur í Nem- endafélagi Gagnfræðaskóla Austurbæjar. 5- gr. Hverjum félagsmanni er skylt að sinna þeim störfum, sem félagið felur honum, enda skal þess gaett, að þau trufli sem minnst önnur störf hans. 6. gr. Felagsstjórn skal skipuð 9 nemendum, 3 úr 4. bekk, 2 úr 3.bekk, 2 úr 2„bekk og 2 úr 1. bekk. 7. gr. Hver bekkjardeild kýs sér einn aðal- fulltrúa og annan til vara. Fulltrúaráð félagsins er skipað öllum bekkjarfulltrú- um skólans. Varafulltrúi hefur aðeins atkvæðisrétt í forföllum aðalfulltrúans. 8. gr. Um störf helztu embættismanna ; a) Formaður er æðsti maður stjórnar- innar. Hann skal að jafnaði vera úr 4. bekk. Hann kveður til funda og stýrir þeim. Hann er fulltrúi félags- ins út á við. Formaður skal að jafnaði ekki vera nefndarformaður, heldur skal hlutverk hans vera það, að sjá um, að þau störf séu vel og samvizkusamlega af hendi leyst. Formaður getur skipað nemendur í nefndir, ef honum þykir ástæða til. Allar nefndirnar starfa sjálfstætt undir yfirstjórn hans. b) Gjaldkeri skal að jafnaði vera úr 4. bekk. Hann hefur með höndum fjár- mál skólafélagsins, t. d. við dansæf- ingar og sölu skólablaðsins. Hann skal sjá um, að félagsgjaldið hafi verið innheimt fyrir 1. desember. Hann færir nákvæma skýrslu með fylgiskjölum um tekjur og gjöld skemmtifunda og afhendir skólastjora jafnótt til staðfestingar. c) Ritari skal að jafnaði vera úr 4. bekk. Hann færir gerðabók Nem- endafélagsins. Þar skal greint frá fundum, skemmtunum og helztu við- burðum félagsstarfseminnar. d) Stjórninni er heimilt að skipta frekar með sér störfum.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.