Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Qupperneq 16
16
hefur gáfur goðar og kann á klukku.
Hrafn hefur söngrödd mikla og fagra og
syngur Gamla Noa jafnt afturábak sem
áfram, án þess að verða meint af„
Hrafn er mikill áhugamaður um listir
allskynSj og þá ekki sízt matarlyst.
Leikur hann á ýmis hljóðfæri, svo sem
greiðu, glymskratta og raddböndin, að
ógleymdum tánum. Hrafn er dansmaður
mikillj og er meistari mikill í að dansa
'’skak & skjálfta", og er án efa færasti
maður skólans í þeim efnum.
Hrafn kann faðirvorið. Hann hefur ávallt
notið mikillar kvenhylli og hefur hann
orðið fyrir svo mikilli ágengni kvenfólks-
ins, að hann sá að lokum, að með þessu
áframhaldi mundi hann lenda á Kvía-
bryggju. Bætti hann þá ráð sitt, stofn-
aði Kvenhatarafélagið, og er nú formað-
ur þess og eini meðlimur.
Af öllu þessu má sjá, að hér er
enginn venjulegur maður á ferðinni, og
mun nafn hans lifa í munnmælum meðan
nokkur padda hrærist á jörðu hér.
G A G N R Ý N I
Sá leiðinda siður hefur jafnan verið
í heiðri hafður í þeirri virðulegu stofn-
un, er Gagnfræðaskóli Austurbæjar heitir,
að smala nemendum út úr kennslustof-
um sínum, niður á sal og jafnvel lengra,
sem kvikfénaði. Yæri ekki betra, að
nemendur fengju frið til að lesa í frí-
mínútunum þær lexíur, sem þeir áttu að
hafa heima, svo þeir snargati ekki ?
Starfa þennan annast nokkrir "gæjar"
úr fjórða bekk. Ganga þeir að starfa
þessum af miklum eldmóði, vopnaðir
prikum og reglugerð skólans.
Ég er viss um, að smalar þessir vildu
fegnir skipta um hlutverk og vera bara
óbreyttir sauðir í nemendahjörð "Stjóra",
og hafa tækifæri til að heimsækja
"sjoppuna" öðru hvoru.
"Háleggur "
Kristín og Elín eru að tala saman í
dönskutíma.
Hjálmar: Hvernig er það með ykkur, -
hafiði aldrei reynt heftiplástur ?
MÁLFUNDARGLEFSUR
Lag : Að lífið sé skjálfandi. ....
Á málfundi síðasta malað var
mikið um tízkuna og stúlkurnar.
Og þar sýndi kjóla og kvenlegheit
hann KÚkki, sem Parísar stælinn leit.
Viðlag ;
Mikið lifandis skelfingar ósköp
er gaman
að glensast hérna í Gaggó Aust.
Kempan sú önnur er kom upp þar
Karlsson Tryggvi af öllum bar.
Með mælsku sinni hann hópinn hreif,
þótt hugurinn væri þar víð á dreif.
Sá náungi er síðastur svo upp gekk
sýndist mér vera úr öðrum bekk.
Hann langaði til þess að láta lím
líma málfundinn upp á grín.
THE TRAMP-CLASS
f 3.bekkE eru tveir enskukennarar.
Stafar það af því, að nokkur hluti bekkj-
arins hefur aldrei lært ensku áður, og
þarf af þeim sökum að skipta bekknum
til helminga. Annar helmingur bekkjar-
ins er þess vegna ætíð í húsnæðishraki
og á sífelldum flækingi, þegar ensku-
tímar eru, því að ekki geta báðir kenn-
ararnir kennt í einu í sömu stofu.
í hallæri sínu leitar bekkurinn oft í
stofu nr. 17, en þar á 3.bekkur X heima,
nema þegar hann er í leikfimi.
Þetta sífellda rangl bekkjarins hefur
gefið gárungunum tækifæri til að bregða
á leik, og er nú svo komið, að meðal
manna í 3.bekk X heitir þessi. bekkur
alls ekki 3. -E, heldur "the tramp
clas s".