Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Síða 19
19 -
í lækinas þar sem hentugt er dýpi og botn.
Lækjarsilunginn má skoða sem urkynjaðan
sjóurriða eða skemmra á veg kominn en
hann í því að leita ser bjargar, þar sem
hann lætur ser nægja þau sultarkjör, sem
tærir, grýttir og fæðusnauðir lækir og
smátjarnir hafa upp á að bjóða.
Vatnaurriði er 40-50 cm langur og 1-2 kg
að þyngdp en 50-80 cm og 5 kg fiskar eru
alltíðir. Hann lifir í vötnum en gengur í
læki og ár til hrygningar. Hann gengur
ekki í sjó. Hrygningin fer fram á svipuð-
um tíma og hjá laxinum. Líkur á litinn og
sjóurriði en dökku dílarnir fleiri og
stærri„ seiðin mjög lík. Hann líkist því
fullorðinn mjög sjóurriða, en er ekki eins
rennilegur. Hann lifir á margskonar smá-
um vatnadýrum. Nytsemi: Urriðinn gefur
laxi lítið eftir að gæðum sem matfiskur og
stundum ekki heldur að stærð. Hann er
því veiddur, þar sem til hans næst.
Bleikjan. Lýsing: Bleikjan verður aldrei
eins stór og urriði getur orðið, en vaxtar-
lagið er svipað, hún er nokkuð höfuðminni
og smámynntari, snjáldrið er tíðast stutt,
og kúptara á ungum fiski en gömlum.
Liturinn er tíðast dökkur en Ijósari á hlið-
unum og þar alsettur smáum bleikgulum,
bleikhvítum og bleikrauðum dílum. Sjó-
bleikja (sjóreyður ) ; Hún lifir bæði í
söltu og ósöltu vatni og samsvarar í því
tilliti sjóurriðanum. í sjónum er liturinn
mjög Ijós, sterkur silfurgljái á hliðum og
drifhvítur að neðan, gætir því bleikjudíl-
anna mjög lítið þar sem grunnliturinn er
svo Ijós. HÚn er hér tíðast 45-50 cm löng
og 0, 5-1 kg að þyngd. HÚn hrygnir líkleg-
ast x október til nóvember. Vatnableikjan
er eins og vatnaurriðinn staðbundinn vatna-
fiskur, svo bundin við stöðuvötnin að hún
hrygnir jafnvel í þeim sjálfum. í útliti er
hún einkum frábrugðin sjóbleikju að hún
verður ekki eins silfurbjört þann tímann,
sem hún hefur eigi riðabúninginn. Stærðin
er tíðast 40-50 cm og 1-1,5 kg þyngd, en
getur orðið 60-70 cm og 4-5 kg. Aðalfæð-
an eru vatnabobbar, en auk þess smá
krabbadýr og fleira. í Úlfljótsvatni og
Þingvallavatni er smábleikja 25-32 cm
löng mjóslegin með kúpt snjáldur, mikið
sýldan og hvasshyrndan sporð. Er hún
nefnd depla (Ijórabranda í Mývatni) og er
sennilega ung og óþroskuð bleikja. Dverg-
bleikja er í gjám á Þingvöllum, 6-12 cm
löng, dökkmógrá að ofan en Ijós að neðan
með óljósum þverblettum. Fæðan er smá
skordýr. í Þingvallavatni er mergð af
smábleikju, er nefnist murta, og verður
hennar líka vart í öðrum djúpum og köld-
um vötnum, eins og Hestavatni á Gríms-
nesi og Geitabergsvatni í Svínadal. HÚn
er 16-25 cm löng, og er utan riðtíma svo
lík deplu að ekki er gott að þekkja í sund -
ur nema á stærðinni. HÚn hrygnir á hörð-
um botni, og er það í október.
Nytsemi: Sem matfiskur gefur hún hvorki
lax eða urriða neitt eftir, hvorki sjó-
bleikjan né vatnableikjan. HÚn er því mik-
ið veidd þar sem til hennar næst.
Göngusilung, þ. e.a. s. sjóurriði og sjó-
bleikja (sjóbirtingur), má ekki veiða nema
á tímabilinu 1. apríl til 20. september.
Skal ég nú reyna að telja upp nokkur sil-
ungavötn á fslandi. Á Suðurlandi eru,
Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Álftavatn,
Apavatn, Meðalfellsvatn og Veiðivötn á
Tungnáröræfum. Á Norðurlandi eru,
Mývatn og Fiskivötn á Arnarvatnsheiði.
Auk þess veiðist mikið af silungi í ám,
einkum í sumum árósum. Á Suðurlandi
er það einkum sjóurriði, er sjóbirtingur
nefnist, en á Norðurlandi sjóbleikja.
Alls veiðist um 500 þúsund silungar ár-
lega yfir allt landið. Um 180 þúsund sil-
ungar veiðast í Þingvallavatni og af því
160 þúsund murtur. Vegur þessi veiði úr
Þingvallavatni um 20-30 tonn. í Mývatni
veiðast um 30 þúsund silungar, nokkuð
í net og nokkuð um dorggöt upp um ís á
vetrum, þessi veiði úr Mývatni vegur um
20-40 tonn.
Fiskategund, er áll nefnist, er í íslenzk-
um ám og vötnum, telst hann ekki til
nytjafiska, þó að ég geti hans. En hann
gæti ef til vill verið nytjafiskur, þar sem
hann kvað vera góður matfiskur, þótt fs-
lendingar hafi lítið lagt hann sér til munns
hingað til.
J O L I N
Kristnar þjóðir halda heilög jól til
minningar um fæðingu Jesús Krists.
Hann var í heiminn borinn í fjárhúsi í
Betlehem. Fæðing hans markaði tíma-
mót í sögu mannkynsins, og er tímatal
kristinna manna miðað við fæðingu hans.
Telja kristnir menn hann frelsara sinn
sökum þeirra kenninga, sem hann flutti
og þeirrar fórnar, sem hann færði með
dauða sínum, til þess að leiða mann-
Frh. á bls. 21„