Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Síða 23

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Síða 23
23 - HLJÓMSKÍFUKYNNINGIN Á öndverðum vetri var upp tekin á- nægjuleg nýbreytni í skólalífinu. Glym- skratti sá, er nemendafélagið á, var tek- inn til bruks og leiknar hljomskífur í tíma- hléum. Umræddur glymskratti, sem er eins og líkkista í laginu, er hið mesta ger- semi og mun varla eiga sinn líka her a landi. Var hann gefinn skólanum af nem- endafél. þess 1952-1953. Framan af var hann notaður á dansæfingum og naut mik- illa vinsælda. En þegar tímar liðu fram hvarf glymskrattinn bokstaflega á bólakaf í hyldýpi gleymskunnar. Má þetta furðu- legt heita, þvílíkur kjörgripur sem hann annars er. En sem betur fer hefur hann ná verið dreginn upp úr djúpi gleymskunn- ar á nýjan leik. Hafa í tímahléum verið leiknar hljómskífur, vitanlega misjafnar að gæðum, eins og gerist og gengur, þegar áhangendur klassiskrar og óklassiskrar tónlistar vilja í senn fá sínu framgegnt. Þá gerðist það einn vondan veðurdag ( úti var rok og rignind), að til eyrna bárust drynjandi strigabas sadrunur, og var oss tjáð, að þær kæmu úr raddböndum þess nágaulara, sem nefndur hefur verið "Kon- ungur rokksins", semsé Elvis Presley. Einn ágætis kennari, sem var mér nær- staddur, greip dauðahaldi í stigahandriðið og stundi örvæntingarfyllislega : "Er verið að gera tilraun til að misþyrma mér, eða hvað ? " FÓr hann síðan miður fallegum orðum um tónlistina og sönginn. Lét hann þau orð falla, að þvílík og önnur eins ná- hljóð gætu ekki komið frá venjulegum mannlegum raddböndum ; þau væru sótt eitthvað miklu lengra niður, já - allt nið- ur í endaþarma. Neyddist ég til að sam- sinna þessu, því að svo ferlegar voru drunurnar, að líkast var því, sem væri ég staddur á fílaveiðum í svörtustu Afríku. En, - hver áhrif hafði nú þetta gaul ? Hvorki meiri né minni en þau, að sjoppan á Leifsgötunni tæmdist á augabragði. Þar með rættist sá draumur allra hinna fáu bindindispostula skólans, að sjá hina "illræmdu" sjoppu auða, því sjoppuunn- endur voru yfir sig heillaðir af þessari tegund tónlistar, sem nefnd hefur verið "Skak og skjálfti, " að sjoppan varð að sitja á hakanum. Þetta gefur okkur til- efni til vissra hugleiðinga. Er það ekki einmitt óskadraumur ráðamanna skólans, að sjá sjoppuna á Leifsgötunni veslast upp og geispa golunni? Það er eins ör- uggt mál, eins og að einu sinni einn eru einn (en ekki tveir), að verði hún (sjopp- an) af jafn nauðsynlegri fæðutegund, sem nemendur þessa skóla eru henni, þá hjar- ir hún það ekki af. Af þessum sökum er það ráðlegast og sýnir mesta spelci, að gera meira af því að leika hljómskífur í tímahléum; hvort heldur það er "Skak & skjálfti", eður önnur tegund tónlistar. Til þess var glymskrattinn skapaður og gefinn af nemendafélaginu, að leikið yrði á hann. Þess vegna er það ósk nemenda, að sú ákvörðun ráðamanna skólans, að leika aðeins hljómskífur, þegar vont er veður, verði lögð á hilluna, en í stað þess verði leiknar skífur eins oft og auðið er í vetur,, FÉLAGSMÁL HVÖT, frh. af bls. 9. blaðið nú verið vakið til lífsins á nýjan leik, en það hefur legið í d ^ala undan- farin ár. Efni blaðsins er að þessu sinni bæði fjölbreytt og skemmtilegt og laust við hinn hvimleiða bindindisáróður, sem löngum hefur sett svip sinn á blað- ið. Má þar finna m. a. ferðaþætti, Ijós- myndaþætti o.m.fl., eftir skólafólk víðs vegar að af landinu. Nokkrir nemendur úr Gagnfræðaskóla Austurbæjar skrifa í blaðið. Blaðið hefur verið til sölu hér í skólanum að undanförnu, og skal mönn- um bent á, að hér er einkar skemmti- legt lesefni á ferðum. Verð blaðsins er sjö krónur. Kennarinn: Hvernig stendur á því, að þú kemur alltaf of seint á morgnana nú orðið ? Morgunsvæfur nemandi : Það er vegna þess, að spjald hefur verið sett upp á götunni, þar sem stendur; " Skóli, - hægið á ferðinni og farið varlega".

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.