Bænavikan - 17.11.1956, Page 2

Bænavikan - 17.11.1956, Page 2
— 2 — ir miklu hæfileikar standa öllum til boða. Kristur dó fyrir hverja sál, og Guð fullvissar okkur um í orði sínu, að hann sé fúsari til að gefa þeim Heilagan anda, sem biðja hann, heldur en foreldrar til að gefa börnum sínum góðar gjafir. Þegar við eigum að sinna skyldu- störfum hins daglega lífs, getum við gert þau heilög með einfaldri og einlægri trú og þol- góðri bæn. Guði er heiður sýndur með ráð- vendni, helgaðri hegðun og tali fólks síns, þótt staða þess sé meðal hinna lægst settu í þjóð- félaginu. Postularnir, spámennirnir og helgir menn til forna fullkomnuðu ekki lunderni sitt með kraftaverkum. Þeir notuðu þá hæfileika, sem Guð hafði gefið þeim og reiddu sig aðeins á réttlæti Krists; allir, sem vilja fara eins að, munu ná sama árangri. Það eru forréttindi okkar að eignast mikla andlega hæfileika, því að orð Guðs heitir því. En þetta útheimtir trú og starf af okkar hálfu. Við verðum að hafa einlæga löngun til að öðlast sífellt háleitari hæfileika í hinu kristna lífi. Páll hvetur okkur til að „vaxa í náð og þekkingunni á Drottni Jesú Kristi.“ Þetta útheimtir náið samfélag við Guð, sem mun veita okkur traust og trúnað á hann, þar til við höfum öðlazt þekkingu á guðlegu eðli hans af eigin raun og umbreyt- umst í hans mynd. Þá getum við gert Guð dýrðlegan með því að opinbera þeim, sem við umgöngumst, árangur hinna umbreytandi á- hrifa náðar hans. Trúarbrögð margra eru kennisetningin tóm. Fyrir þeim er hamingjukennd guðdómleikur- inn. Þeir segja: „Komdu til Jesú og trú þú á hann. Það skiptir engu máli, hverju þú trúir, sértu aðeins heiðarlegur í trú þinni.“ Þeir leit- ast ekki við að gera syndaranum skiljanlegt eðli syndarinnar og hvetja hann ekki til að rannsaka ritningarnar í bæn, svo að hann geti vitað, hvað sé sannleikur, hann er ekki heldur hvattur til að biðja, svo að augu hans verði smurð með augnsmyrslum, er gera honum mögulegt að sjá náð Krists. Þegar lögvitringurinn kom til Krists og sagði: „Meistari, hvað á ég að gjöra, til þess að eignast eilíft líf?“ svaraði Frelsarinn ekki: „Trúðu, trúðu aðeins og þú munt hólpinn verða,“ heldur sagði hann: „Hvað er skrifað í lögmálinu? Hvernig les þú?“ Lögvitringurinn svaraði: „Elsku skalt þú Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni eins og sjálfan þig.“ En Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt; gjör þetta og þá muntu lifa.“ Hér er falskenningunum um það, að maðurinn þurfi ekkert að gera nema trúa, svift í burtu. Við hljótum eilíft líf með því skilyrði, að við hlýðum boðorðum Guðs.s Ef að sannleikurinn, sem við segjumst trúa, breytir ekki hjartanu og umskapar ekki lynd- iseinkunnina, hefur hann ekkert gildi fyrir okkur. Ef að sömu lundernisgallarnir verða eftir, þegar við öðlumst þekkingu á sannleik- anum; ef að hroki, sjálfsálit, sjálfsánægja, illar hugsanir og illt umtal vara við; ef við dæmum þá, sem við umgöngumst, helgumst við ekki með sannleikanum og munum ekki eiga neina hlutdeild með Kristi í ríki hans.5 Sá sem stöðugur heldur sér að meginreglum sannleikans, er fullvissaður um að veikustu þættirnir í skaphöfn hans geti orðið hinir sterkustu. Himneskir englar eru nálægt þeim, sem keppast eftir því að samræma líf sitt Guði og lögmáli hans. Guð er með honum, þegar hann segir: „Ég verð að yfirvinna freisting- arnar, sem umkringja mig, annars munu þær hrekja Krist út úr hjarta mínu.“ Hann berst við allar freistingar og andstöðu. Fyrir styrk frá hæðum temur hann þær ástríður og til- finningar, sem ella myndu leiða hana afvega.0 Máttur fyrir bæn. Margir hafa þá hugmynd, að þeir verði að vinna einhvern hluta starfsins einir. Þeir trúa því að Kristur hafi fyrirgefið synd þeirra, en samt reyna þeir að breyta rétt í eigin mætti. En slíkar tilraunir mistakast. „Án mín getið þér alls ekkert gjört,“ segir Jesús. Vöxtur okkar í náð, gleði okkar og notagildi — allt byggist þetta á samfélagi okkar við Krist. Það er vegna hins daglega samfélags við hann — vegna þess að við dveljum í honum — að við vöxum í náð.7 Meðan við önnumst okkar daglegu störf, ættum við að lyfta huganum í bæn til himins. Þessar hljóðu bænir stíga upp sem reykelsis- ilmur að hásæti náðarinnar og óvinurinn er gerður óvirkur. Ef að hjarta hins kristna dvel- ur þannig með Guði, er hann ósigrandi. Engin

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.