Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 6
6 —
Lestur fyrir sunnudaginn 18. nóvember 1956.
Tákn Iokatáknanna.
EFTIR J. A. BUCKWALTER
„Við stöndum á þröskuldi mikilla og alvar-
legra viðburða. Spádómarnir eru óðum að ræt-
ast. Koma Drottins er fyrir höndum. Brátt
mun það tímabil renna upp, sem hefur úr-
slitaþýðingu fyrir allar núlifandi verur. Deilur
liðna tímans munu aftur koma fram í dags-
ljósið og nýjar deilur myndast. Menn hefur
jafnvel ekki dreymt um allt það, sem á eftir að
eiga sér stað.“ Test. for the Church 5b 753.
Það er uppörvandi að vita að á slíkum tímum
„situr Drottinn drottnanna á milli Kerúbanna;
og að mitt í ógn og upplausn þjóðanna gætir
hann barna sinna.“ Sama bók 754. — Ljós
spádómanna, sem varpaði birtu á viðburði
mannkynssögunnar í margar aldir, beinist nú
að okkar tíma.
í hinum þekktu kapítulum um ,,tákn“ —
Matt. 24 og Lúk. 21 — sameinaði Jesú táknin
um fall Jerúsalem táknum endalokanna. Eitt
þessara tákna var sérstaklega ætlað hans eigin
þjóð, og þegar það kæmi fram áttu þeir að vita
að „lausnin væri í nánd“ og að tími undankomu
þeirra væri kominn.
Lúkas lýsir þessu lokatákni um flótta hinna
kristnu: „En er þér sjáið Jerúsalem umkringda
af herfylkingum, þá vitið, að eyðing hennar er
í nánd, þá flýi þeir, sem eru í Júdeu, til f jall-
anna, og þeir, sem eru inni í borginni, flytji
sig burt; og þeir, sem eru á ekrum úti, fari
ekki inn í hana. Því að þetta eru refsidagar,
til þess að rætist allt það, sem ritað er.“ Lúk.
21, 20—22.
Táknið sjálft virðist ótrúlegt, því að hvernig
áttu hinir kristnu að komast undan eftir að
her Rómverja hafði umkringt borgina? Sagan
segir okkur hvernig þetta gerðist. Þegar um-
sátin um Jerúsalem undir stjórn Cestíusar
gerðist langæ, lagði lið manna innan borgar-
innar áform um að svíkja íbúana og opna
hliðin innanfrá. — Og samkvæmt því sem
Jósefus skýrir frá, hefði Cestíus „áreiðanlega
unnið borgina, ef hann hefði aðeins haldið
umsátinni dálítið lengur áfram,“ en „þar sem
hann sá enga von til þess að slíkt gæti orðið
. . . . fór hann í burtu algjörlega að ástæðu-
lausu." Wars of the Jews, 2b 19. kap. bls. 4—7.
Að ástæðulausu? — Guð hafði ástæðu, og
hinir kristnu, sem sáu ljós hins uppfyllta spá-
dóms, gerðu sér grein fyrir ástæðunni, og þeir
vissu einnig, að það var samkvæmt ráðsálykt-
un Guðs að þeir flýðu. Hafði Guð ekki gripið
í taumana á yfirnáttúrlegan hátt? Táknið um
að þeir ættu að flýja, sem í fyrstu hafði hindr-
að flótta þeirra, veitti nú einmitt hagkvæmt
tækifæri til þess. Við getum næstum því í-
myndað okkur hvað hinir kristnu hafa hrópað:
„Þjóðvegurinn til fjalla er opinn! Tákn Drott-
ins hefur uppfyllzt! Flýjum til fjalla!“
Bænum hinna kristnu hafði verið svarað.
Leyfum vantrúnni að hæðast, en látið trúna
lofsyngja. Bænin á meiri þátt í gangi heims-
málanna en vantrúarmenn vilja viðurkenna.
Hin óttalega eyðilegging Jerúsalem, þegar
Títus gerði aftur umsát um borgina með róm-
verska hernum árið 70 e. Kr.., var aðeins
sýnishorn af því, hvað fyrir heiminum, sem
hefur hafnað miskunn Guðs og fótum troðið
hans heilaga lögmál, á að liggja. Sjá Gr. Con-
trov. 36. 37.
Aftur munu hinir heilögu Guðs sjást „hverfa
burt úr borgum og þorpum og fara saman í
flokkum til hinna afskekktustu staða.“ Evan-
gelism 282. — Hvaða tákn mun benda okkur
á að tími flótta okkar sé kominn?
Lokatákn Guðs handa hinum síðasta
söfnuði.
„Þegar mótmælendatrúin réttir út hönd sína
yfir djúpið til þess að taka í hönd hins róm-
verska máttar; þegar hún hefur tekið saman