Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 7
— 7 —
höndura við andatrúna, og þegar land okkar
mun útskúía öllum þeim meginreglum stofn-
skrár sinnar, sem fjalla um mótmælendatrú
og lýðræðislegt stjórnskipulag og gerir fyrir-
búnað um að útbreiða páfatrú og blekkingu,
þá getum við vitað, að sá tími sé kominn, þeg-
ar Satan kemur ár sinni vel fyrir borð, og
að endirinn sé nærri.
„Á sama hátt og það, að hið rómverska
heriið færðist nær, var lærisveinunum tákn um
yfirvofandi eyðileggingu Jerúsalemborgar,
verður þetta frá fall tákn um það, að umburð-
arlyndi Guðs sé lokið . . . . og að náðarengill-
inn sé um það bil að fljúga burt fyrir fullt og
allt.“ Test. for the Church 5b 451.
Lokatáknið um að flóttatíminn sé kominn,
munu verða kröfur kirkjulegs valds, af hálfu
Ameríku, sem eitt sinn varði mótmælendatrú,
því að „eins og umsát Rómverja um Jerúsalem
var merki um það, að hinir kristnu skyldu
flýja, svo mun lögskipun hins katólska hvíld-
ardags, af hálfu þjóðar okkar verða okkur til
viðvörunar. Þá er kominn tími til að fara úr
stórborgunum, áður en farið er úr smærri
borgum, til afskktra staða í fjöllunum.“ Test.
for the Church 5b 464—465.
Hinn athyglisverðasti spádómur um það, að
kristnar kirkjudeildir muni „rétta hendur sín-
ar út yfir djúpið“, til þess að sameinast öðrum
trúarbrögðum, er næstum því uppfylltur. Mót-
mælendur hafa tekið sér fram um að rétta
fyrstir fram höndina til sátta og samkomulags,
og katólskir leiðtogar eru sama sinnis.
Erkibiskupinn Groeber frá Freiburg sagði
sömu athyglisverðu orðin og finnast í spá-
dómi Str. White, er hann talaði um ný og
almenn sjónarmið hinna kristnu nú á dögum.
Hann sagði: „Kirkjudeildirnar tvær hafa í
auðmýkt lagt kross Krists yfir djúpið, sem
skilur þær að vegna mismunandi trúarskoðana.
Þannig hefur heilög brú verið byggð, sem ger-
ir okkur öllum mögulegt, án fyrirhafnar, að
rétta hver öðrum bróourhönd. Enginn veit hve-
nær hinn blessaði dagur sameiningarinnar
rennur upp.“ (Quoted by A. Keller í „Christian
Europa Today“ 260.
Adolph Keller skýrir þannig frá því, hvernig
bilið hafi þrengzt milli mótmælenda og ka-
tólskra á undanförnum árum: „Samanburðar-
rannsókn á boðskap mótmælenda og nýjasta
umburðarbréfi páfa, sem ég vinn nú að, sýnir
furðulega samsvörun.“ Þetta tákn lokatákna
jarðarinnar er mjög athyglisvert. Við skulum
líta snöggvast á hvaða þýðingarmiklu hlut-
verki þessar þrjár hreyfingar muni gegna að
því er snertir afnám mannréttinda í heimin-
um.
Myndun þríemingarinnar.
Með þessari hreyfingu, sem nú er að mynd-
ast í Bandaríkjunum, er verið að reyna að fá
ríkið til að styrkja og halda kirkjunni uppi
ásamt stofnunum hennar, og feta þar mótmæl-
endur í fótspor katólskra. Þeir fara jafnvel
feti lengra; þeir opna dyrnar fyrir páfaríkinu
og koma því til valda í mótmælendalandinu
Ameríku, þannig verða mótmælendur sjálfir
til þess að hefja katólska valdið til þeirrar
vegsemdar og áhrifa hér í álfu, sem það hefur
glatað í Evrópu. . . . Það er andi Páfavaldsins
.... sem er að gagntaka mótmælendakirkjurn-
ar og koma þeim til að hefja sunnudaginn til
sömu dýrðar og páfakirkjan gjörði á undan
þeim.“ Gr. Controversy 573.
Þegar leiðandi kirkjur í Bandaríkjunum
sameinast um slíkar kennisetningar; hafa
áhrif á ríkið til að löggilda skipanir þeirra og
halda stofnunum þeirra uppi, mun Ameríka,
sem hefur verið mótmælendatrúar, verða að
rómversku klerkaveldi, og áfellisdómur fyrir
brot á lögum, sem ríkið hefur staðfest — mun
óhjákvæmilega bitna á þeim, sem tilheyra sér-
trúarflokkum.“ Gr. Controversey 445.
Innan katólsku kirkjunnar eru margir, sem
eru sönn börn Guðs, en rómversk-katólska
trúin sem fyrirkomulag keppir að því að end-
urskapa sér yfirráð á sviði kirkju- og stjórn-
mála.
„Rómverska kirkjan hefur víðtæk áform og
starfshætti. Hún notar öll hugsanleg ráð til
þess að auka áhrif sín og efla vald sitt í því
skyni að undirbúa sig fyrir hið ægilega og
mikla stríð, sem ræður úrslitum um það, hvort
hún geti endurreist heimsyfirráð sín, hafið
ofsóknir á ný og eyðilagt allt það, sem mót-
mælendur hafa komið til leiðar. Katólskan
vinnur sigra á öllum sviðum.“ Gr. Contro-
versy 565. 566.
Stjórnmálaleg áhrif Vatikansins, hin gífur-
lega sameining hins vel skipulagða katólska