Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 14

Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 14
— 14 — náðarríka boð um að undirbúa sig fyrir komu Frelsarans." E. G. Clifford frá Ástralíudeildinni segir: „Kristniboðar okkar sjá sérstaka forsjón og guðleg tækifæri alls staðar í deildinni, en þó sérstaklega í Nýju Guineu. Þjóðflokkar, sem enn hafa ekki komizt í samband við siðmenn- inguna, bíða okkar. Innfæddir höfðingjar þrá- biðja um að starfsmenn okkar komi til héraða sinna. Þetta fólk segist ekki vilja hafa aðra en „hvíldardags-menn“ hjá sér. Einn af starfs- mönnum okkar kom fyrir stuttu síðan á nýtt svæði, og innan fárra vikna hafði hann vakið áhuga fólksins svo mjög, að rúmlega þúsund manns var viðstatt á samkomum hans á hverju kvöldi.NýjaGuinea gefur vissulega góð- ar vonir og við reynum að grípa hvert tækifæri til þess að vinna þetta land fyrir málefni Guðs. Frá Kóraleyja-kristniboðinu fáum við þær fregnir, að starf okkar sé í örum vexti í Schouten og Vestureyjum, þar sem ekkert kristniboð hafði verið fyrir tæpum fimm ár- um. Einn kristniboða okkar segir frá tjald- samkomu í Belapa, nálægt Papuan-flóanum, sem hann hafði verið á. A þessari samkomu hafði sérstök beiðni verið borin fram um að sjálfboðaliðskennarar, sem væru fúsir til að hverfa frá þorpum sínum, færu upp til hinna villtu héraða Kuka; og enn aðrir myndu verða sendir til Sepik River. U. þ. b. 15 innfæddra manna ásamt konum þeirra og börnum fóru til þessara hættulegu landshluta. Kukufólkið er villt og blóðþyrst. Hinir innfæddu kristni- boðar okkar verða að hætta lífi sínu, er þeir fara á þessa staði, en þeir segja: „Það er fyrir Guðs málefni og við erum ekki hræddir." Ástralíu-deildin er eins og þroskaður korn- akur og við erum áfjáðir í að safna saman hinu dýrmæta korni í kornhlöðu Drottins í hverjum landshluta.“ Frá Mið-Ameríku Divisioninni, sem er í ör- um vexti, koma eftirfarandi fregnir, sem for- maðurinn, A. H. Roth, lætur í té: „Það er alltaf ánægjulegt að geta sagt frá öllu því dýrðlega, sem Guð er að gera í Mið-Ameríku. Meðlimatalan er rúmlega 110.000. Auk þess eru 40.000 manns, sem telja sig vera S. D. Aðventista, þó þeir séu enn ekki skírðir. Á sl. ári voru 30 sálir skírðar inn í söfnuðinn á hverjum degi. Þetta gefur til kynna, að ein sál hafi unnizt fyrir Krist á hverjum klukku- tíma dag hvern allt árið um kring. Söfnuðirn- ir í Mið-Ameríku uxu svo ört, að kirkjurnar eru alltaf yfirfullar. Við byggjum kirkju, sem við álítum að muni vera hæfilega stór, en það er tæpast búið að vígja hana, áður en hún er orðin alltof lítil. Frá Colombia, þar sem þrengingar og ofsókn- ir hafa stöðugt ógnað fólki okkar síðustu árin, fáum við skemmtilegar frásagnir. Fyrir 30 árum voru aðeins 223 Sjöunda-dags Aðvent: istar í allri Colombia-Venezuela-unioninni. í lok ársins 1956 verður meðlimatalan að öllum líkindum komin yfir 10.000. Systkini, biðjið fyrir starfinu í Mið-Ameríku. Við trúum því, að framundan séu enn betri tímar fyrir fram- gang starfsins." Og nú segir O. O. Mattision frá starfinu í Suður-Asíu Divisioninni: „Þegar við vorum á stjórnarfundi í Norðvestur-Indlandi, gladdi það okkur mikið að heyra sagt frá því, hvernig Guð hefði opnað leiðir fyrir prédikun Boð- skaparins og hafa 115 sálir þegar unnizt. í Suður-Indlandi hafa 870 nýir meðlimir bætzt við söfnuðinn á sl. ári. Við höfum byrjað starfsemi á nýjum svæðum í suðurhluta Asíu, eða á 22 stöðum. Starfsmennirnir við skóla okkar í Kottarakara hafa nýlega hafið opin- bera starfsemi og á samkomunum mæta 12— 15 hundruð manns. Við væntum ríkulegrar uppskeru af þessari starfsemi. 1 Suður-Telugu hefur starfsemi einnig verið hafin. Áhugi þessa fólks vaknaði, þegar piltur, sem kom í sjúkrastöð okkar vegna þess að hann var berklaveikur, fékk ekki aðeins líkamlegan heldur líka andlegan bata. Fagnandi í hinum nýfundna Frelsara sínum, sneri hann heim- leiðis og fór að kenna fólkinu þar um Boð- skapinn og fengu margir mjög mikinn áhuga fyrir honum. í mörg ár hafa starfsmenn okkar reynt að fá inngönguleyfi í hið fagra land Kasmír. í fyrra kom beiðni frá því svæði um að einhver yrði sendur, til þess að veita þeim frekari upp- fræðslu, sem áhugi hafði vaknað hjá við það að hlýða á útvarpssendingar okkar. Einn af okkar ungu mönnum, sem hafði áður selt bækur á þessu svæði, svaraði beiðni þessa fólks. I fyrstu kenndi hann því í heimilum þess. Síðan fór hann að halda samkomur í leigðum sal, og þó hann væri óvanur ræðu- maður, fór hann að halda opinberar samkom-

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.