Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 15
— 15 —
ur. Að fáum vikum liðnum hafði hann unnið
16 sálir fyrir Krist. Þetta var fyrsti ávöxtur-
inn af Aðventboðskapnum í Kasmír. Við trú-
um því, að þetta sé aðeins byrjunin á sigurför
Boðskaparins í þessu landi, sem svo lengi hef-
ur beðið okkar.“
Þannig hraða boðberar Guðs sér með fagn-
aðarboðskapinn til alls mannkyns. Oft verða
hindranir á vegi þeirra, sem eru óyfirstígan-
legar á mannlegan mælikvarða. Ef við þyrft-
um að reiða okkur á eigin mátt til þess að
geta framkvæmt þetta gífurlega verk, mynd-
um við algjörlega missa móðinn. En „Guð bið-
ur okkur ekki um að vinna verkið, sem bíður
okkar, í eigin mætti Hann mun sjá okkur fyrir
guðlegri hjálp, sem mun ráða bót á öllum
þeim erfiðleikum, sem við getum ekki sigrazt
á.
Við ættum að leggja aðaláherzlu á það í
þessari Bænaviku, að leita til Guðs í bæn og
biðja hann um nýjan styrk, svo að meðvitund-
in um mátt hans í hjörtum okkar geri okkur
mögulegt að flytja þeim, sem enn hafa ekki
hlotið viðvörun, boðskap hjálpræðisins.