Bænavikan - 17.11.1956, Side 16

Bænavikan - 17.11.1956, Side 16
16 — Lestur fyrir þriðjudaginn 20. nóvember 1956. Fórnargjafir og trúmennska í tíundargreiðslum. EFl'IB W. DUNCAN EVA. „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum til óforgengilegrar og flekklausrar og ófölnandi arfleifðar, sem yður er geymd á himnum, — yður, sem með krafti Guðs eruð fyrir trúna varðveittir til þess að þér getið öðlazt hjálpræðið, sem er þess al- búið að opinberast á síðasta tíma.“ 1. Pét. 1. 3—5. Hver sannur Aðventisti, hvar sem er í heim- inum, tekur þátt í lofsöngnum Guði til dýrðar. Vonin um arfleifðina, sem okkur er geymd á himni, er vissulega hin blessaða Aðvent von. Pétur bendir okkur á, að þessi arfleifð veiti fullkomið öryggi, vegna þess að hún sé ofar öllum eyðileggjandi og spillandi áhrifum. Hún er fyrirheit um fullkomna hamingju. Hún veitir eilífa fullnægju vegna þess, að skugga- laus dýrð hennar er ófölnandi. Hún er æðri öllum draumsjónum, sem mennirnir hafa alið með sér um allar aldir. Guð hefur undirbúið hana í kærleika sínum og enginn mannshugur, sem er flæktur og brenglaður af synd, hefur átt nokkurn þátt í þeim undirbúningi. Og það sem undursamlegra er, að uppfylling þessarar vonar er miklu nær heldur en þegar við fyrst tókum á móti Boðskapnum. Vissulega þurfum við ekki að bíða öllu lengur eftir degi opin- berunarinnar. Hvaða armædd sál, sem berst við fátækt og örbirgð, hefur ekki alið með sér draum um óvæntan arf eða einhverja sérstaka heppni, sem myndi breyta högum hennar á svip stundu? Slíkt hefur átt sér stað. Hugsum t. d. um Suður-Afríkönsku bændurna, sem áttu þetta ófrjóa fjalllendi í norðvestur hluta Or- ange Free-ríki, þar sem auðugar gullnámur fundust árið 1947. Á stuttum tíma hefur þessi eyðilegi staður breytzt í annríkar borgir. Áætlað er að gullnámurnar, sem eru á þessu svæði, er áður var eyðiland, muni framleiða rúml. 11 billjónir dollara virði af þessum dýr- mæta málmi næstu 50 árin. Jarðeigendur á þessu svæði hafa fengið ótrúlega háar upp- hæðir fyrir jarðir sínar. Af heppilegri tilvilj- un bjuggu þeir mitt í námusvæði gullsins, og landið, sem áður hafði veitt þeim ríra upp- skeru, gerði þá allt í einu ríka. Hvernig myndi okkur hafa fundizt að vera í þeirra sporum? Hvað myndum við ekki hafa getað veitt okkur, hefði ríkidæmi þeirra orðið hlutskipti okkar? Brosir hin duttlungafulla gæfa aðeins við fá- um útvöldum? Nei, auðvitað ekki. Sérhverju barni Guðs stendur langtum meiri auðlegð til boða. Ætt- um við að jafna öruggum staðreyndum eilífð- arinnar við öryggisleysi fallvalts auðs, jafnvel þótt hann endist hálfa öld? Ef við íhugum þau áform, sem Guð hefur lagt viðvíkjandi þessum heimi og hinum end- urleystu, verður okkur ljóst, að arfleifð okkar er langtum stærri en mennina hefur nokkru sinni órað fyrir. Við skulum íhuga þetta velþekkta loforð: „Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera með þeim, Guð þeirra.“ Op. 21, 3. Það, með hverjum hætti yfirlýsingin er gerð heyrum kunn, gefur mikilvægi hennar til kynna, því að það er raust mikil, sem talar frá himni. Hún segir, að Guð muni búa meðal manna, — ekki að menn muni búa með Guði, sem er svo algeng kenning. Hann sjálfur mun verða með mönn- unum og vera Guð þeirra. Þessi gamli heimur, sem svo lengi hefur verið leiksvið syndar og baráttu, svo lengi verið vígvöllum stríðsins milli Krists og Satan, mun ekki aðeins verða endurkeyptur og endurreistur, heldur mun hann verða upphafinn frammi fyrir alheimin-

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.