Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 19

Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 19
— 19 — heilögu myndu þegar hafa inngengið í borg Guðs.“ — Test. 6. b„ bls. 450. Við skulurn minnast þess, að það myndi ekki einungis vera til nóg fé handa kristni- boðinu bæði heima og að heiman, hefðu allir sýnt trúmennsku í tíundagreiðslum og fórnar- gjöfum, heldur myndu ótal leiðir hafa opnazt, sem við hefðum getað hagnýtt okkur. Guð getur ekki opnað þessar leiðir vegna ótrú- mennsku okkar. Enn sem komið er hefur heimurinn ekki hlotið viðvörun, og við verðum enn að bíða komu Drottins. Er ekki kominn tími til að við vörpum frá okkur ótrúmennsk- unni? Hvernig getum við prettað Guð á slíkri stund? Hafir þú verið kærulaus og sjálfselsk- ur, villtu þá ekki leiðrétta villu þína fyrir Guði? Viltu ekki taka þá ákvörðun hér á þessum stað og stundu? En hafir þú fyrir Guðs náð verið trúr, því til eru margir slíkir, viltu þá samt ekki endurnýja heit þín um að greiða Guði samvizkusamlega það sem honum ber og ákveða að sýna meiri sjálfsafneitun? Ættum við ekki sem erum foreldrar að kenna börnum okkar trúmennsku á þessu sviði? Við ættum að hlúa að hverjum vísi að örlæti í hjörtum hinna ungu. Sé það nauðsynlegt, gæt- um við dregið úr okkar eigin gjöfum, svo að við getum gefið þeim meira til að gefa Guði, til þess að þau læri að gefa stórar gjafir allt frá barnæsku. Höldum nízkunni utan við sam- skipti okkar við Guð. Okkur ber að skipta við hann eins og hann hefur skipt við okkur, minnug þess að Golgata er mælikvarði gjafar hans. Fyrir löngu síðan varaði þjónn Drottins okk- ur við og sagði, að hús og jarðeignir mundu ekki koma okkur að neinu haldi á hörmungar- tímanum og að þá muni ekki verða hægt að nota þessar eignir málefni Guðs til eflingar. „Mér var sýnt,“ skrifaði hún, „að það sé Guðs vilji að hinir heilögu skilji sig við allar kvaðir áður en hörmungatíminn rennur upp og að þeir geri sáttmála við Guð með fórnargjöfum. Ef þeir leggja eign sína á altarið og spyrja Guð í einlægni, hver sé vilji hans, mun hann sýna þeim hvernig þeir eigi að ráðstafa eign- um sínum. Þá munu þeir verða frjálsir á tíma neyðarinnar og engar byrðar munu íþyngja þeim.“ Early Writings, bls. 56, 57. Hún tók það einnig fram, að þeir sem ekki leituðu ráða hjá Guði um hvað þeim bæri að gera, mundu fá að halda eignum sínum, en að á hörmunga- tímanum mundu þær „rísa upp frammi fyrir þeim eins og fjallskriða, sem malaði þá undir sig.“ Eftirfarandi lýsir hve mjög þeir iðrast afstöðu sinnar: „Starfinu hnignaði, fólk Guðs leið skort vegna sannleikans, og við gerðum enga til- raun til að bæta úr þeim skorti; nú koma eignir okkar að engu haldi. Ó, að við hefðum losað okkur við þær og safnað okkur f jársjóð- um á himni.“ — Sama bók. Bræður og systur, það er komið að hinum síðustu dögum. Verið getur að við heyrum talað um öryggi, vegna þess að fjármála- ástandið sé gott eins og er, en það gæti orðið endasleppt. Það er e. t. v. ótrúlegt, en „þeir sem halda um ríkistaumana reyna árangurs- laust að koma verzlunarviðskiptunum á ör- uggari grundvöll.“ Test. 9. b., bls. 13. — Þessi gamli heimur „flýtur hraðfara að feigðarósi." Sama bók, bls. 14. Er ekki kominn tími til að leggja eignir okkar á altarið og leita ráða til Drottins um það, hvernig okkur beri að ráðstafa þeim? Koma Drottins er svo nærri að það þarf ekki eins mikla trú til að fórna nú og þegar starf- semin hófst fyrst. Við verðum að yfirvinna kærleikann til jarðneskra auðæva, svo að við getum sagt skilið við þau og með því stuðlað að framgangi starfsins. Það áform, sem Guð er að koma í fram- kvæmd fyrir þessa jörð, er dýrðlegra en orð fá lýst. Arfleifðin, sem okkur er búin, þegar öllu verður safnað saman undir eitt höfuð í Kristi, er óendanlega miklu æðri öllu því sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Við ættum að tryggja okkur það að fjársjóður okkar sé geymdur í hinu komandi ríki, og að eigur okkar og hæfileikar, sem Guð hefur gefið okk- ur, séu helguð því að fullkomna starf hans. Þá munu þær reynslur og erfiðleikar, gjafir og fórnir, sem við færum nú, verða að engu í samanburði við hina „óforgengilegu og flekk- lausu og ófölnandi arfleifð." Megi Guð flýta þeim degi.

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.