Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 26

Bænavikan - 17.11.1956, Blaðsíða 26
26 — heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni.“ Matt. 16, 26. Ef til vill er þetta íhugunarefni fyrir okkur, er við sækjumst eftir heimslegri viðurkenn- ingu. Gott mannorð og vinsældir eru auðvitað óhjákvæmileg skilyrði fyrir því að við getum haldið starfinu áfram og til þess að ná til fólksins, en við þurfum ekki að ávinna okkur slíkt á kostnað þess sérstaka boðskapar, sem við flytjum. Þjónn Drottins gefur okkur eftir- farandi alvarlega áminningu. „Margt af því fólki, sem kennir sig við söfnuð Guðs, er svo tengt heiminum að hið sérkennilega lunderni verður ekki greint og það er erfitt að sjá greinarmun á þeim sem þjónar Guði og hinum, sem ekki þjónar hon- um.“ Testimonies, 2. b. bls. 125. „Aðskilnaður . . . frá anda heimsins er okkur nauðsynlegur, ef við viljum sameinast Drottni og dvelja í honum. ... Það getur ekkert samband átt sér stað milli ljóss og myrkurs. Guð ætlast til þess að fólk hans sé sérkennilegt, aðskilið heimin- um, og að það sé lifandi dæmi helgunar, svo að heimurinn verði upplýstur, sannfærður eða fyrirdæmdur, allt eftir því hvernig það fer með það ljós, sem því er fengið.“ Sama bók, 2. b. bls. 689. Vegurinn út úr heiminum. Gamall skozkur prédikari sagði eitt sinn: „Allt mannkynið heldur sér annaðhvort í belti Adams eða belti Krists,“ og nú eigum við að velja um „belti“. Höfðingi nokkur, sem sam- kvæmt mannlegum mælikvarða hafði lifað heiðarlegu og réttlátu lífi, spurði Meistarann eitt sinn: „Hvers er mér enn vant?“ Við vitum ekki hvað hann hugsaði í leyndum hjarta síns eða hvað olli þessari spumingu. En „hann fór hryggur leiðar sinnar,“ því að hann átti margt sem hann vildi ekki skilja sig við. Hvernig er okkur farið? Myndum við ekki segjast halda boðorðin eins og ungi höfðinginn, en bæta því jafnframt við eins og hann: „Hvers er mér enn vant?“ Vegurinn út úr heiminum liggur um Golgata. Sigur hins daglega lífs byggist á því, hvort við skiljum hvað Jesús Kristur ávann okkur með dauða sínum á krossi eða ekki. Aðeins með því að skilja þetta getum við sagt, að Kristur lifi í okkur. „Ég er dyrnar; ef einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða,“ segir Jesús. Jesús á einnig við þetta, þegar hann talar við Nikódemus og segir: „Undrast þú ekki, að ég segi þér: Yður ber að endur- fæðast.“ Jóh. 3, 7. „Endurfæðingin" er hið sama og „dymar“ og gegnum þær komumst við inn í ríki náðar- innar og gerð að hluttökum þeirrar dýrðar, sem er æðri öllu því, sem okkur hefur órað fyrir. Ef hjörtu okkar eru ekki fyllt þessum ríkdóm nú, er það ekki undarlegt þó að heim- urinn hafi okkur enn á valdi sínu. Hvers vegna látum við svo oft hugfallast og hugsum svo mikið um það sem heimslegt er? Ef til vill er það vegna þess, að við höfum ekki raunveru- lega komizt í kynni við Krist. Við höfum ekki skilið hver hann er í raun og veru og hvað hann hefur gert fyrir okkur. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn; þeim sem trúa á nafn hans, sem ekki eru af blóðs né af holds vilja, (við erum ekki fædd Kristin, eða kristin fyrir eigin til- verknað), né af manns vilja, (ekki vegna þess að einhver þvingi okkur til að segja að við sé- um kristin), heldur af Guði getnir.“ Jóh. 1, 12. 13. Það var máttur þessa leyndardóms, sem hvatti frumherjana til að flytja Boðskap- inn til fjarlægra landa, án þess að þeir hefðu þá f járhagsmöguleika, sem við höfum nú. Þeir voru af „Guði getnir“ og þeir áttu þá trú sem „færði fjöll úr stað.“ Við trúum og prédikum, að Kristur komi brátt. í hvaða ásigkofhulagi mun hann þá finna fólk sitt? Mun það stöðugt lifa í heim- inum án þess að nokkuð skilji það frá „börn- um þessa heims?“ Eða mun hann finna það sem „eignarlýð", sem hefur fengið sig hreinan af saurgun heimsins í blóði lambsins? Það mun hafa heyrt og farið eftir fyrirmælunum: „Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar, og svo að þér hreppið ekki plágur hennar.“ Op. 18, 4. Við lesum: „Guð vill að fólk hans sé aðskil- ið og frábrugðið heiminum. Um leið og menn fá löngun til að fylgja hætti heimsins, og bæla hana ekki samstundis niður, hættir Guð að kannast við þá sem börn sín. Þeir eru orðnir að bömum heimsins og myrkursins. Þá langar í laukana í Egyptalandi, þ. e. þá langar til að likjast heiminum eins og mögulegt er. Þeir sem segjast hafa íklæðzt Kristi, en fara þann- ig að, varpa honum í raun og veru frá sér og

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.