Bænavikan - 17.11.1956, Side 28

Bænavikan - 17.11.1956, Side 28
— 28 — Lestur fyrir föstudaginn 23. nóvember 1956. Ver viðbúinn að mæta Guði þínum. EFTIR GEORGE E. WARDEMAN. t meira en sex áratugi hafa skýrslur um Bænavikuna birzt á ári hverju í „Review and Herald“. Þegar ég les þessi gulnuðu blöð, sem á er rituð hvatning til að biðja, kemur sama hugsunin fram aftur og aftur. Og hún er sú, að tíminn hefur orðið til þess að styrkja traust okkar á hinni blessuðu von, í stað þess að veikja trú okkar, því að hin hjartnæma yfir- litsmynd af sögu Aðventista sýnir glöggt, að það sem hinir fornu spámenn sáu fyrir — og það sem hinir fyrstu Aðventistar trúðu svo fastlega, — er nú að uppfyllast á skjótan og undraverðan hátt. Augu spámannanna sáu það í gær. í dag er flest af því orðið að veruleika. Það er athyglisvert að taka eftir því í þess- um sérstöku haustblöðum „Review“, að ekkert efni né yfirskrift hefur verið notað eins oft og einmitt það, sem mér finnst að við ættum að taka til athugunar í kvöld, — „Ver viðbúinn að mæta Guði þínum!“ Þessi orð, sem koma frá spámanninum Amos, hafa hljómað um allar aldir allt til okkar tíma og tala með mik- illi innsýn um þörf nútímans. Við skulum vera hljóð í nærveru þeirra — gleyma annríki hins glepjandi heims — gleyma amstri okkar og umstangi. Það getur verið að þessi orð texta okkar „tali til ásig- komulags okkar,“ eins og gamall kvekari sagði eitt sinn. Ef svo er, mun þessu hvíldar- dagskvöldi vel varið Nú skulum við athuga allan textann: „Þér voruð eins og brandur úr báli dreginn. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn. Fyrir því . . . ver við- búinn að mæta Guði þínum.“ Þessi orð eru þrungin persónulegu kalli. Þó getur verið að þið spyrjið: „Hversvegna talar Amos um brand úr báli dreginn í sambandi við kall um viðbúnað?“ Við munum komast að raun um að þessi líking lýsir ástandi hins kristna fyllilega. Þegar John Wesley var að- eins tveggja ára gamall, lögðu óróaseggir eld að sveitabæ foreldra hans. Einhvernveginn gleymdist John, þegar hin stóra fjölskylda hraðaði sér út úr brunanum. Þá var það, þeg- ar faðirinn leit hið brennandi hús, að hann mundi eftir barninu. Lamaður af ótta vegna þessarar gleymsku fór hann aftur inn í log- ana til þess að bjarga litla syni sínum. Þegar barnið komst loksins örugglega í arma móður sinnar, hvíslaði þessi guðhrædda kona orðin í textanum okkar í þakkarskyni: „Er ekki John ,brandur úr báli dreginn‘?“ Já, það var hann bókstaflega. Honum var bjargað frá sérstakri eyðileggingu og síðan fengið mikið starf að vinna fyrir Guð. Einmitt á þennan sama hátt erum við brunabrandar. — Hvert okkar undantekningarlaust erum eins og brandar úr báli dregin, — bjargað frá eyðileggjandi eldi syndar, óhlýðni, heims- hyggju, blekkingar og eilífðar tjóns. Það er til okkar, sem Drottinn talar fyrir munn spá- mannsins. Er hægt að segja það um okkur, að við höfum ekki snúið okkur til hans? Við sem erum þiggjendur svo mikils hjálpræðis? Þessi áskorun kemur til hjartna okkar: „Ver viðbúinn að mæta Guði þínum!“ Bæði ungum og gömlum — hvort sem þeir eru andlega styrkir eða veikir, hvort sem þeir eru einbeittir eða staðfestulausir í lund, hvort sem þeir eru hugdjarfir eða ragir í anda — langar mig að segja, að leið viðbúnaðarins er glögglega lýst. Það þarf enginn misskilningur að eiga sér stað. Drottinn er máttugur til að bjarga og hann býður öllum að fá styrk hjá sér. Um leið og við tökum á móti honum og göngum með honum, gerist hann ábyrgðar- maður fyrir framgangi okkar. Fullkomins heiöarleika krafizt. Lykillinn að reynslu okkar með Guði er iðrun og játning, og í uppvexti okkar að vaxt-

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.