Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 30

Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 30
— 30 — pilturinn í uppreistarham við foreldra sína, að hann gæti ekki lengur afborið guðhræðslu móður sinnar eða strangleika föður síns, og að þess vegna ætlaði hann sér að fara að heiman. Foreldrarnir heyrðu fótatak sonar síns, sem var að ferðbúast fyrir dögun næsta morgun. Faðirinn reis á fætur og gekk í veg fyrir piltinn frammi í anddyrinu. ,,Sonur,“ sagði hann, „við móðir þín höfum ekki getað sofið í alla nótt. Við höfum talað saman og komizt að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera eitthvað ábótavert í fari okkar. Við biðj- um þið að fyrirgefa okkur að við höfum brugðizt skyldu okkar sem foreldrar þínir.“ Pilturinn stóð hræringarlaus í nokkur augnablik, þá brast hann í grát. „Pabbi, það er ekki þú eða mamma, það er ég. Ég hef á röngu að standa. Viltu fyrirgefa mér?“ Gagnkvæm fyrirgefning fyllti upp í skörðin á þessu heimili. En takið eftir því, að játning bæði foreldra og sonar var fyrsta sporið í framfaraátt. Það var, þegar pilturinn varpaði skuldinni á þann, sem átti hana skilið, á sjálf- an sig, að umbreytingin hófst. Einmitt þannig mun umbreytingin hefjast eða halda áfram í þínu og mínu lífi á hvaða stigi þess sem er, þegar við erum fús til að skella skuldinni fyrir veiklyndi okkar þar sem vera ber, þegar við erum fús til að segja hreinskilnislega: „Ég er hinn seki. Það er engan annan hægt að áfella.“ Þetta spor er svo þýðingarmikið — svo bráðnauðsynlegt — að óvinurinn kemur mönnunum til að skella skuldinni á fyrsta og bezta sektarlambið. Hve mannleg eru ekki þessi viðbrögð! Sum- ir, sem ekki eru kristnir, saka hreyfingar og stöðu himinhnattanna um vandræði sín, eins og efnisbrot úti í geimnum gætu verkað á líf frjálsra skyni gæddra vera. Austurlandabúinn getur sakað ímyndaða fortilveru. Sumir kenna um erfðum. Jafnvel hinir kristnu koma stund- um með fráleitar viðbárur í stað þess að vinna sigur með því að iðrast og gera játningu. Það er hættulegt framferði að ganga framhjá þess- um dýrmætu möguleikum til frelsis. Nei, vinir, hinn umbreytandi, styrkjandi og hreinsandi máttur Guðs kemur í ljós, þegar við segjum: „Það hryggir mig, en sökin er mín. Guð, hjálpa þú mér.“ Það er þá, að hin lífgandi umbreytandi guðlegu öfl fá tækifæri til að starfa fyrir okkur. Ósamræmdir þættir sálarinnar verða bræddir saman með brenn- andi eldi Anda Guðs. Þá, og aðeins þá, finnum við til viðurkenningar guðlegrar fyrirgefning- ar. Við eigum kost á fullkomnum friði, en gleymum því aldrei, að það er andi sannrar auðmýkingar og ávaxta hennar, — iðrunar og játningar, — sem opnar leiðina fyrir okkur. Hlýðið á þessi látlausu og markvissu orð, sem standa í „Early Writings“, bls. 113: „Margir, sem kenna sig við Krist og segjast bíða bráðrar endurkomu hans, vita ekki hvað það er að líða fyrir Krist sakir. Hjörtu þeirra eru ekki á valdi náðarinnar og þeir hafa ekki dáið sjálfum sér, eins og svo oft kemur fram á ýmsan hátt. Á sama tíma tala þeir um, að þeir verði fyrir reynslum. En aðalástæðan fyrir reynslum þeirra er hið mótþróafulla hjarta þeirra, sem gerir sjálfið svo viðkvæmt að því er oft misboðið. Ef að slíkir gætu skilið hvað það er að vera auðmjúkur fylgjandi Krists, . .. myndu þeir fyrst deyja sjálfum sér, síðan vera stöðugir í bæninni, og prófa vandlega hverja kennd hjartans. Varpið frá ykkur sjálfstrausti ykkar og sjálfsbirgings- hætti ... hafið Jesúm stöðugt í huga og for- dæmi hans, svo að þið getið fetað í hans fót- spor. Horfið á Jesúm, höfund og fullkomnara trúar vorrar.“ Þetta er sannarlega einkennileg forskrift fyrir okkar tíma, þegar vinsælar raddir halda því fram, að eina leiðin til að leysa úr persónu- legum vandamálum sé að reyna braut sjálfs- uppgötvunar, sjálfsvarnar og sjálfstjórnar. Þessi ,,sjálfs-hjálpar“-braut til friðar er samt sem áður ekki allskostar ný af nálinni. Þessar hugmyndir má finna í mörgum heiðnum trú- arbrögðum og heimspekikenningum heimsins. Séu þær teknar til rækilegrar rannsóknar, uppgötvum við tvær frumhugmyndir. Fylgj- andi annarar segir: „Ég er Guð.“ Hinn stað- hæfir blátt áfram: „Það er enginn dauði.“ Og við trúum því og vitum að báðir hafa á röngu að standa. Á sama hátt getur hinn kristni á okkar dög- um séð hættuna, sem felst í þessum svokölluðu kristnu forskriftum að skjótum og auðveldum friði og mætti. Hvert það ráð, sem hvetur þig til að upp- götva leyndan guðdómleik hið innra með sjálfum þér, er rangt, hættulega rangt. Sönn sjálfsþekking leiðir til krossins, til iðrunar og

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.