Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 31

Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 31
— 31 játningar. Sjálfsþekking er ekki takmarkið — nýtt eðli er takmarkið og slíkt fæst aðeins fyrir tilverknað Heilags anda. Viðbúnaður okkar til að mæta Guði, krefst þess að við gerum okkur viturlega grein fyrir þessum slungnu hættum, hversu aðlaðandi sem þær kunna að vera. Takið eftir hve maður nokkur hefur talað skýrt um þetta. Doktor Erich Fromm — sálkönnuður, ef ykkur þókn- ast, — varar við því að mikið af „nýjum trúar- bragðakenningum reyni að samræma hina kristnu trú hugmyndum Dale Carnegie. Menn eru hvattir til að nota Biblíuna til þess .. . í stað þess að koma auga á hyldýpið, sem er á milli kenninga Biblíunnar og efnishyggjunn- ar, sem nútímamenn fylgja í einu og öllu.“ Stingur þetta samvizkuna dálítið? Ef svo er, leyfið þá Heilögum anda að vinna sitt verk. Og þetta færir okkur ennþá einu sinni aftur að starfi iðrunar og játningar. Enn er einni mikilvægri spurningu ósvarað. Kemur aldrei sá tími, að minni þörf sé á iðrun og játningu? Munu síendurtekin misgrip stöðugt marka líf hins kristna allt til enda? Á villan að fá að halda óhindrað áfram? Það er ekki áform Guðs að við bíðum stöðugt ósigur. Vöxtur í helgun er tilgangur endurnýjandi máttar Guðs. Okkur finnst samt sem áður að það væri hjálp í því að skilja raunverulega orsök þessara gloppa í lífi okkar, sem valda okkur svo mikilla erfiðleika. Það að þekkja orsökina, mun hjálpa okkur til að taka á móti lækning- unni. Lesum aftur hina áhrifaríku frásögn um ísraelsmenn í Jósúa 6. og 7., þegar þeir biðu óvæntan ósigur fyrir óvinum sínum í barátt- unni um Ai,einmitt þegar þeir hugðu sig öflug- asta. Ritningin segir, að þeir hafi syndgað og „fyrir því fá ísraelsmenn eigi staðizt fyrir óvinum sínum. ,,M. o. ö. Það var hin leynda synd, sem gerði þá veika. Lexían okkar er einfaldlega þessi: Sérhver villa eða undan- látssemi, hversu smávægileg sem hún er og vel falin, sem fær að þróast í hjartanu, mun áreiðanlega verða okkur að falli, þegar við höldum að við séum sterkust. Sérhver meðvituð beiskjurót, sérhver eigin- girni, hversu vel sem hún er meint, öll gagn- rýni og áfellisdómar yfir öðrum, sérhver til- slökun í hlýðni, sérhver vafasöm venja og vanræksla á því að biðja. — Ég endurtek, eitt eða fleiri þessara atriða mun lama og bækla hið andlega líf að verulegu leyti. Þetta er orsökin, hin leynda orsök þessara misgripa, sem svo oft eiga sér stað. Ég þakka Guði fyrir Anda hans, hinn bless- aða leiðbeinanda og fyrir stöðuga nærveru hans, sem vinnur að því að uppgötva þessar leyndu orsakir misgripa okkar og frelsa okkur frá þeim. Minnumst þessara þriggja meginaatriða í texta okkar: Ert þú „brandur úr báli dreginn"? „Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín.“ Er þessu þannig farið í þínu lífi? Þá er kall Guðs til þín þetta: „Ver viðbú- inn að mæta Guði þínum.“ Dirfumst við að lítilsvirða blíðlega rödd hans, með þetta kall í huga, og álíta að allt sé í lagi, þó að hin örlagaþrungna veiklun haldi áfram hið innra og orsaki ósigur, þegar sízt er búizt við honum. Eigum við ekki held- ur að standa upp á þessu hvíldardagskvöldi og segja: „Góði Jesús, ger þú okkur næm fyrir röddu Anda þíns. Gef þú okkur fúsleik til að koma auga á innri þörf okkar. Hreinsa þú hjörtu okkar. Styrk okkur og lát okkur ávallt vera reiðubúin fyrir ríki þitt.“

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.