Bænavikan - 17.11.1956, Síða 35

Bænavikan - 17.11.1956, Síða 35
— 35 — bara nafnið tómt. Þeir lifðu sem bræður.“ — Sama bók, bls. 196. „Hver þjónaði öðrum og hver og einn bað fyrir öllum hinum. . . . „Þeir elska hver annan, án þess að þeir þekkist!“, segir heiðinginn undrandi." — Sama bók. Blessun hinna kristnu trúarbragða komst inn í heimilin og umbreytti þeim. „Hvert kristið heimili varð að musteri Guðs, þar sem orð hans var trúlega lesið og beðið var af ein- lægni og áhuga. ,Eigir þú konu, bið þá með henni', lesum við í kirkjureglum hins eygypzka safnaðar. ,Látið ekki hjónabandið hindra ykk- ur í að biðja.“ Sálmasöngur heyrðist oft. Dag- urinn var byrjaður með sameiginlegum lestri Ritningarinnar og bæn, sem lauk með Halle- lúja. Síðan kysstu fjölskyldumeðlimirnir hver annan friðarkossinum og fóru svo til vinnu sinnar. Engrar máltíðar var neytt án þess að þakkarbæn væri beðin. Hver máltíð, hversu lítilfjörleg sem hún var, hafði einhvern blæ yfir sér, sem minnti á hina helgu kvöldmál- tíð.“ Sama bók, bls. 183. Myndin af guðhræðslu hinna frumkristnu er vissulega dýrðleg. Það er engin furða þó að mannlegt yfirvald gæti ekkert að gert til að stöðva útbreiðslu hinna kristnu trúarbragða, þegar slík trú og guðlegur kærleikur ríkti meðal meðlimanna. Heiðnin lyppaðist niður og hrundi frammi fyrir þeim. En sigurinn fékkst ekki fyrir ekki neitt. „Kærleikurinn og sorgin gengu saman hönd í hönd. Vitnisburð- ur í orði, hegðun og kærleika fullkomnaðist með vitnisburði blóðsins og píslarvættisdauð- ans. Máttur píslarvættisdauðans fólst einmitt í því, að hann var fullkomnun á þeim vitnis- burði, sem borinn hafði verið í lifanda lífi.“ — Sama bók bls. 205. „Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlazt fyrirheitin, heldur sáu þeir þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu, að þeir væru gestir og útlendingar á jörðunni.“ Heb. 11, 13. Þegar við hugsum um þessa göfugu menn og konur, sem voru Guði og sannleika hans trú allt til dauðans, finnum við þörf hjá okk- ur til að biðja: Ó, Guð, gef þú okkur náð til að fylgja dæmi þeirra." Söfnuðurinn á þessum síðustu dögum mun verða að mæta líku reynslutímabili. Hörm- ungatími, sem aldrei hefur fyrr komið yfir heiminn, er framundan. Guð mun undirbúa söfnuð sinn fyrir þann tíma með trúarvakn- ingu, sem líkist þeirri, er átti sér stað á dög- um postulanna.“ The Gerat Controversy, bls. 464. Út úr þessari trúarvakningu fornrar guð- hræðslu mun koma hinn dýrðlegi söfnuður, sem Páll postuli sagð'i að myndi verða án bletts og hrukku. Við verðum að teljast með þeim hóp. Við verðum að tryggja okkur að við verðum í honum, ekki íklædd fötum úr mannlegum vefnaði, heldur blettalausum klæðum, réttlætis Krists, sem okkur er fyrir- búin. Þessir dagar verða að vera undirbún- ingstími. Mitt í þeim aðstæðum, sem við lif- um í, mitt í reynslum og vandamálum lífsins er staðurinn, þar sem okkur ber að undirbúa okkur fyrir himininn. Við munum aldrei finna betri stað eða hentugri tíma. Þetta mun út- heimta kostgæfinn lestur Guðs orðs, stöðuga bæn um náð og leiðbeiningu og stöðuga ár- vekni, svo að við föllum ekki fyrir freisting- um. Við höfum guðlega tryggingu fyrir því, að ef við leitum Drottins af öllu hjarta, mun- um við finna hann. Mætti þessi þýðingarmikla Bænavika verða hverju okkar tilefni til að helgast Guði algjörlega, og mætti þessi helgun marka byrjun nýs vaxtar í náð og þekking- unni á Frelsara okkar Jesú Kristi, sem mun leiða okkur farsællega inn í hið eilífa ríki Guðs.

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.