Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Blaðsíða 7
Formáli.
Árbók sú, er hér birtist, er hin áttunda í röðinni og tekur til áranna 1957—1960.
Þó ná ýmsar skýrslur um starfsemi sjúkrasamlaga aðeins til ársloka 1959, þar eð ekki
reyndist unnt að safna í tæka tíð saman reikningum fyrir árið 1960.
I fyrsta kafla bókarinnar er gerð grein fyrir breytingum á löggjöf 1957—1960. Síðan
hafa tvívegis átt sér stað breytingar á almannatryggingalögunum. Var hin fyrri,
lög nr. 95 8. desember 1961, þess efnis, að bætur almannatrygginga skyldu hækka um
13,8% frá 1. júlí 1961 og um 4% til viðbótar frá 1. júní 1962. Hin síðari var gerð með
lögum nr. 18 7. apríl 1962. Var þá breytt ákvæðum b-liðs 1. mgr. 52. gr. almanna-
tryggingalaga um greiðslur sjúklinga fyrir almenna læknishjálp, og sett voru ákvæði
um heimild sjúkrasamlags til að krefjast þess, að héraðslæknir taki að sér að gegna
heimilislæknisstörfum gegn föstu gjaldi. Samþykkt síðarnefndu laganna var að nokkru
leyti í samhengi við breytingar á læknaskipunarlögunum, sbr. lög nr. 45 21. apríl 1962.
linn fremur má nefna lög nr. 78 28. apríl 1962 um lífeyrissjóð togarasjómanna og
undirmanna á farskipum, en með lögum þessum er kveðið svo á, að Lífeyrissjóður tog-
arasjómanna, sem stofnaður var með lögum 1958, skuli framvegis vera sameiginlegur
fyrir togarasjómenn og undirmenn á farskipum, og breytist nafn sjóðsins í samræmi
við það.
Niðurröðun efnis hefur breytzt nokkuð frá fyrri árbókum, aðallega vegna breyttra
lagaákvæða. Eru það einkum ákvæðin um aðskilinn fjárhag hinna einstöku greina al-
mannatrygginga og ákvæðin um héraðssamlög, en hvort tveggja ákvæðin voru sett árið
1956.
Ymsar þær upplýsingar, sem í árbókinni eru, hafa birzt áður í Sveitarstjórnarmálum,
en Tryggingastofnunin hefur átt aðild að útgáfu þess rits frá árinu 1956.
Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, tók bókina saman i samráði við forstjóra og
aðra starfsmenn stofnunarinnar.
Reykjavík, í ágúst 1962.
Sverrir Þorbjörnsson.