Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Side 9
Löggjöf um almannatryggingar
og skyld málefni.
A. Lög um almannatryggingar.
Lög nr. 24/1956, sem birtust í heild x árbók 1954—1956, öðluðust gildi 1. apríl
1956, en komu að fullu til framkvæmda 1. janúar 1957. Breytingar á þeim hafa verið
tíðar og sumar veigamiklar, og má þar einkum nefna lög nr. 13/1960 og lög nr.
86/1960. Þrenn lög um breytingar á lögunum frá 1956 voru að einhverju eða öllu
leyti í gildi í árslok 1960, og fara þau hér á eftir. Þar á eftir er skrá um breytingar
þær, sem gerðar hafa verið á lögunum 1957—1960. í þvi sambandi skal bent á, að
í öðrum lögum, þ. e. lögum nr. 16/1958 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá
störfum og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysafor-
falla, lögum nr. 33/1958 um útflutningssjóð o. fl. og 1. nr. 69/1958 um breytingu á
þeim lögum, enn fremur lögum nr. 1/1959 um niðurfærslu verðlags og launa, voru
ákvæði, sem áhrif höfðu á almannatryggingarnar.
1. Lög nr. 28 30. apríl 1959 um breyting á lögum
nr. 24/1956 um almannatryggingar.
1. gr. — b-liður 52. gr. laganna orðist svo:
Almenn læknishjálp utan sjúkrahúsa hjá samlagslækni sjúklings eða öðrum lækni,
ef slíkar vitjanir eru heimilaðar í samþykktum samlagsins. Samlagsmenn á 1. verð-
lagssvæði, skv. 10. gr., greiða þó 5 kr. fyrir hvert viðtal á lækningastofu og 10 kr.
fyrir hverja vitjun. Sama gildir í kaupstöðum og kauptúnum á 2. verðlagssvæði, þar
sem læknir starfar auk héraðslæknis, ef sjúkrasamlagsstjórn ákveður að fengnu sam-
þykki tryggingaráðs. Breytist kauplagsvísitala um 10% eða meira, skal samræma
greiðslurnar þeirri breytingu.
2. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.
2. Lög nr. 13 31. marz 1960 um breyting á lögum
nr. 24 29. marz 1956 um almannatryggingar.
1. gr. — 1. mgr. 3. gr. orðist svo:
Ráðherra skipar, að fengnum tillögum tryggingaráðs, forstjóra Tryggingastofn-
unar ríkisins, og að fengnum tillögum forstjóra og tryggingaráðs, skrifstofustjóra,