Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Qupperneq 10
8
tryggingayfirlækni, sem jafnframt er deildarstjóri sjúkratryggingadeildar, aðra deild-
arstjóra, tryggingafræðing, aðalgjaldkera og tryggingalækni, tryggingayfirlækni til
aðstoðar.
2. gr. — 10. gr. 2. og 3. mgr. orðist svo:
Bætur skulu vera fjórðungi (25%) lægri á öðru verðlagssvæði en á 1. verðlagssvæði,
sbr. þó 16., 19. og 20. gr.
Iðgjöld skulu vera hlutfallslega lægri á öðru verðlagssvæði en á fyrsta verðlags-
svæði, miðað við bótafjárhæðir hvors verðlagssvæðis, aðrar en fjölskyldubótafjárhæðir.
3. gr. — 13. gr. 2. mgr. orðist svo:
Árlegur ellilífeyrir er sem hér segir, sbr. þó 22., 23. og 76. gr. 3. mgr.:
X. verðlagssvæði 2. verðlagssvæði
Fyrir hjón, þegar bæði fá lífeyri .................. kr. 25920.00 kr. 19440.00
Fyrir einstaklinga ................................. — 14400.00 — 10800.00
4 gr. — 15. gr. orðist svo:
Greiða má eiginkonum elli- og örorkulífeyrisþega makabætur allt að 80% óskerts
einstaklingslífeyris, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
5. gr. — 16. gr. orðist svo:
Fjölskyldubætur skulu greiddar foreldrum með hverju barni, þar með talin stjúp-
börn og kjörbörn, sem eru á fullu framfæri foreklranna.
Við ákvörðun fjölskyldubóta skulu ekki talin með þau börn í fjölskyldunni, sem
eiga framfærsluskyldan föður utan hennar.
Greiða má fósturforeldrum fjölskyldubætur með fósturbarni, ef fullvíst er, að
barnið sé á framfæri þeirra og hafi verið talið á framfæri þeirra samkvæmt skatt-
framtali undanfarin þrjú ár, enda ekki verið talið jafnframt á framfæri annars. Stytta
má tímabil þetta, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, svo sem ef barn er tekið í
fóstur á fyrsta aldursári.
Árlegar fjölskyldubætur með hverju barni skulu vera eins á 1. og 2. verðlagssvæði,
kr. 2600.00.
6. gr. — 17. gr. 6. og 7. mgr. orðist svo:
Árlegur barnalífeyrir með hverju barni skal vera kr. 7200.00 á 1. verðlagssvæði og
kr. 5400.00 á 2. verðlagssvæði.
Heimilt er að hækka barnalífeyri vegna munaðarlausra barna um allt að 100%.
7. gr. — 18. gr. 1. og 2. mgr. orðist svo:
Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem
hafa eitt eða fleiri börn undir 16 ára aldri á framfæri sínu.
Árleg mæðralaun skulu vera sem hér segir:
1. verðlagssvæSi 2. verðlagssvæði
Með einu barni ..................................... kr. 1400.00 kr. 1050.00
Með tveim börnum ................................. . — 7200.00 — 5400.00
Með þremur börnurn og fleirum ...................... — 14400.00 — 10800.00
8. gr. — 19. gr. orðist svo:
Fæðingarstyrkur skal vera kr. 2160.00 við hverja fæðingu.
9. gr. — 20. gr. orðist svo:
Hver sú kona, sem verður ekkja innan 67 ára aldurs, á rétt á bótum í þrjá mán-
uði eftir lát eiginmanns hennar, kr. 1440.00 mánaðarlega.
Ef ekkja hefur barn, yngra en 16 ára, á framfæri sínu, á hún enn fremur rétt á bótum
9 mánuði í viðbót, kr. 1080.00 mánaðarlega.
10. gr. — 23. gr. 4. mgr. í stað „7%“ komi: 10%.