Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Blaðsíða 14
12
töku lífeyris fram yfir þann tíma, hækkar lífeyrir þeirra í hlutfalli við hækkun sam-
kvæmt 2. málsgr. þessarar greinar, og aldrei skulu þeir njóta minni réttar en orðið
hefði, ef ákvæðum eldri laga hefði verið beitt. Frestun á töku lífeyris telst lokið, þeg-
ar hlutaðeiganda er úrskurðaður ellilífeyrir í fyrsta sinn.
Lífeyrir hjóna, sem bæði fá lífeyri, skal nema 90% af lífeyri tveggja einstaklinga.
Heimilt er þó að úrskurða hvoru hjónanna um sig einstaklingslífeyri, ef þau eru
eigi samvistum af heilsufarsástæðum eða öðrum ástæðum, er tryggingaráð metur
jafngildar.
Nú andast maður, sem frestað hefur töku lífeyris fram yfir 67 ára aldur, og lætur
eftir sig maka á lífi, og skal þá hinn eftirlifandi maki til viðbótar eigin ellilífeyri
eiga rétt á helmingi þeirrar hækkunar, sem hinn látni átti rétt á vegna frestunar,
sem átt hafði sér stað eftir 1. janúar 1961.
2. gr. — 14. gr. 4. mgr. laganna orðist svo:
Árlegur örorkulífeyrir skal vera kr. 14 400.00 á 1. verðlagssvæði og kr. 10 800.00 á
2. verðlagssvæði og greiðist samkvæmt sömu reglum og ellilffeyrir, eftir því sem við
getur átt.
3. gr. — 15. gr. laganna orðist svo:
Greiða má eiginkonum elli- og örorkulifeyrisþega makabætur allt að 80% ein-
staklingslífeyris, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
4. gr. — 17. gr. laganna orðist svo:
Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 16 ára, ef faðirinn er látinn eða
er örorkulífeyrisþegi.
Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og stjúpbörn, þegar eins stendur á.
Þó er ekki greiddur barnalífeyrir með stjúpbörnum, sem eiga framfærsluskyldan
föður á lífi, eða með kjörbörnum, nema þau hafi verið á framfæri hins látna eða
örorkulífeyrisþegans a. m. k. 2 síðustu árin, eða ellilífeyrisþegans a. m. k. 5 síðustu
árin áður en lífeyrisréttur gat stofnazt. Þó er tryggingaráði heimilt að stytta þessa
fresti, ef sýnt þykir, að ættleiðingin standi ekki í sambandi við væntanlegan bóta-
rétt.
Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum barnalífeyri, ef fyrir-
sjáanlegt er, að tekjur hans hrökkvi ekki til að sjá fjölskyldunni farborða. Sama
gildir um ellilifeyrisþega, svo og hjón, sem verða fyrir verulegum tekjumissi eða
útgjaldaaukningu sökum örorku eiginkonu.
Barnalífeyrir greiðist móður eða foreldrum barnanna, enda séu þau á framfæri
þeirra, eða þeim öðrum, er annast framfærslu þeirra að fullu.
Árlegur barnalífeyrir með hverju barni skal vera kr. 7200.00 á 1. verðlagssvæði
og kr. 5400.00 á 2. verðlagssvæði.
Heimilt er að hækka barnalífeyri vegna munaðarlausra barna um allt að 100%.
5. gr. — 18. gr. 3. mgr. laganna falli niður.
6. gr. — 21. gr. laganna orðist svo:
Þegar niður falla bætur samkvæmt 20. gr., skal hver sú kona, sem orðin var 50
ára við lát mannsins, öðlast rétt til árlegs lífeyris, allt að fullum einstaklings elli-
lífeyri miðað við 67 ára aldur. Lífeyrir þessi, sem miðast skal við aldur konunnar,
þegar lífeyrisrétturinn stofnast, skal lækka um 6% fyrir hvert ár eða brot úr ári, sem
vantar á að hlutaðeigandi sé 67 ára, en skal þó aldrei lægri vera en 10% ellilífeyris.
Sarna rétt eiga ekkjur, fráskildar konur og ógiftar mæður, ef þær eru orðnar 50
ára, þegar þær hætta að taka barnalífeyri.
7. gr. — 22. gr. laganna falli niður.
8. gr. — 37. gr. 1. mgr. laganna síðari málsliður falli niður.
9. gr. — 85. gr. 1. mgr. laganna síðasti málsliður orðist svo: