Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Qupperneq 50
48
2. Tekjur og gjöld.
Tekjur slysatrygginga eru áhættuiðgjöld samkvæmt 43. grein almannatrygginga-
laga auk vaxta af eigin fé. Iðgjöld fyrir hverja vinnuviku 1957—1960 eru sýnd í
töflu 33.
Til ársloka 1957 var störfum og starfsgreinum skipt í áhættuflokka samkvæmt
ákvæðum reglugerðar nr. 167/1946 ásamt síðari breytingum, en þær breytingar voru
fólgnar í endurskoðun iðgjalda, en niðurröðun í áhættuflokka hafði haldizt óbreytt.
Með reglugerð nr. 202 31. desember 1957, er öðlaðist gildi 1. janúar 1958, var hins
vegar gerð allróttæk breyting á áhættuflokkaskiptingunni. Iðgjöld lækkuðu í áhættu-
minnstu starfsgreinunum, en hækkuðu í hinum áhættusamari, og í heild var um
nokkra hækkun að ræða.
Við lestur töflu 33 ber að hafa hugfast, að svo miklar tilfærslur urðu milli flokka
með hinni nýju reglugerð, að samanburður iðgjalda x hverjum flokki 1957 og 1958
veitir litla vitneskju, nema flokkaskiptingin sé jafnframt athuguð.
Auk iðgjalda í hverjum áhættuflokki, sem tilgreind eru í töflu 33, var í reglugerð
nr. 202/1957 iðgjald lausráðinna slökkviliðsmanna ákveðið kr. 3,00 fyrir hverja
kvaðningu, og ársiðgjöld voru ákveðin þannig:
Vegna heimilisdráttarvélar ............................ kr. 50,00
— rafstöðvar ......................................... — 25,00
— súgþurrkunartækis .................................. — 25,00
— saxblásara ......................................... — 25,00
— bifhjóls ........................................... - 120,00
— reiðhjóls með lijálparvél .......................... — 120,00
Dánarbætur lögskráðra sjómanna hækkuðu mikið í ársbyrjun 1959, og voru iðgjöld
þeirra hækkuð af þeim sökum. Þótt bótahækkunin væri látin ná til allra frá og með gild-
istöku laga nr. 13/1960, voru iðgjöld ekki endurskoðuð, enda eru dánarslysin miklu
léttari baggi á iðntryggingu en sjómannatryggingu.
I töflu 34 er yfirlit um reikningsfærð iðgjöld og bætur 1946—1960. Iðgjaldatekjur
Tafla 33. Iðgjöld slysatrygginga 1957—1960.
Krónur á vinnuviku.
1957 1958 1959-1960
1. áhættuflokkur 1,40 1,00 1,00
2. - 2,10 1,50 1,50
3. - 2,80 2,50 2,50
4. - 4,20 4,00 4,00
5. - 6.00 5,50 5,50
6. - 7,50 8,00 8,00
7. - 10,00 10,00 10,00
8. - 11,00 12,00 12,00
9. - 14,00 15,00 15,00
9. — áhafnir skipa 22,00 — —
10. - 16,00 22,00 33,00
11. - — 25,00 36,00