Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Page 58
56
reikningur við 6% lífrentutöflur, hafi slysið orðið eftir 31. desember 1955 og mat
farið fram eftir 31. janúar 1960. Hafi matið hins vegar farið fram fyrr, hefur verið
reiknað með 5% töflum, og bætur vegna slysa, sem orðið hafa fyrir árslok 1955,
reiknast með 4% töflum. Að ýmsu öðru leyti hafa reglur um eingreiðslu örorkubóta
breytzt.
Eins og áður er getið, eru 5% af álögðum iðgjöldum lögð í varasjóð ár hvert. End-
anlegt uppgjör fer síðan fram fjórum árum síðar, og er þá fært úr afskriftasjóði það,
sem ekki þarf að afskrifa endanlega. í töflu 39 er yfirlit um afskriftasjóð 1947—1960.
Það, sem endanlega er afskrifað, fæst með því að bera saman færslur i afskriftasjóð
og það, sem úr honum er flutt fjórum árum síðar. Endanlegar afskriftir vegna ár-
anna 1953—1956 hafa verið sem hér segir:
Vegna ársins 1953 ....... kr. 13 982,81 eða 0,19% af iðgjöldum
- - 1954 - 22 032,07 - 0,25% - -
- 1955 - 21 813,88 - 0,23% -
- - 1956 - 115 959,24 - 1,14% -
Töflur 40 og 41 sýna verðbréfaeign slysatrygginga í árslok 1960 og lán veitt á þvi ári.
í töflu 40 er verðbréfum skipt eftir skuldunautum, en í töflu 41 eftir því, i hvaða skyni
lánin hafa verið veitt.