Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Qupperneq 59
C. Sjúkratryggingar.
1. Fjöldi sjúkrasamlaga og samlagsmanna.
Fjöldi sjúkrasamlaga hefur haldizt nær óbreyttur frá árinu 1951, er skylt varð að
starfrækja sjúkrasamlag í hverjum hreppi landsins. Hefur samlögum síðan fækkað um
tvö, Sjúkrasamlag Sléttuhrepps, sem var lagt niður 1952, og Sjúkrasamlag Eiðaskóla,
sem hætti störfum 1956.
Frá giklistöku alþýðutryggingalaganna frá 1936 hefur fjöldi sjúkrasamlaga verið
sem hér segir:
Árið 1937 9 Árið 1945 .... 139 Árið 1953 .... 225
- 1938 . . . . 10 - 1946 .... 151 - 1954 .... 225
- 1939 . ... 12 - 1947 .... 147 - 1955 .... 225
- 1940 . .. . 19 - 1948 .... 148 - 1956 .... 225
- 1941 . .. . 26 - 1949 .... 156 - 1957 .... 224
- 1942 . .. . 34 - 1950 .... 166 - 1958 .... 224
- 1943 ... . 35 - 1951 .... 226 - 1959 .... 224
- 1944 .... 73 - 1952 .... 226 - 1960 .... 224
Talning á þeim, sem sjúkrasamlagsréttinda njóta, hefur aldrei farið fram. Fjöldi
samlagsmanna hefur því árlega verið reiknaður út fyrir hvert samlag, þannig að deilt
er með ársiðgjaldi í iðgjaldatekjur samlagsins á árinu. Mismunandi innheimtuárang-
ur frá ári til árs, lokun ársreikninga á mismunandi tímum og jafnvel iðgjaldabreyt-
ingar, sem fyrir hefur komið, að framkvæmdar væru án staðfestingar, geta valdið því,
að slíkur útreikningur sýni ekki réttan fjölda í einstökum samlögum, og séu iðgjöld
ekki greidd á sjálfu gjaldárinu, geta mjög almennar iðgjaldabreytingar haft nokkur
áhrif á reiknaðan heildarfjölda i sjúkrasamlögunum. Er því rétt að gæta nokkurrar
varúðar við túlkun talna í þeim yfirlitstöflum, sem styðjast við fjölda samlagsmanna.
I töflu 42 eru sýnd iðgjöld sjúkrasamlaga 1957—1960 og fjöldi samlagsmanna
1956—1959, reiknaður á framangreindan hátt. Með tilliti til þess, að með almanna-
tryggingalögunum 1956 var komið á fót hinum svonefndu héraðssamlögum, er sam-
lögum utan kaupstaða nú raðað eftir héraðssamlögum í stað stafrófsraðar, sem notuð
hefur verið í fyrri árbókum.
Hlutfallið rnilli hins reiknaða fjölda samlagsmanna og fólks yfir 16 ára aldri hefur
hækkað nokkuð á undanförnum árum. Árið 1955 var fjöldi samlagsmanna þannig
92,4% af meðalmannfjölda á þessum aldri, en 94,8% árið 1959. Orsökin er vafalaust
fyrst og fremst sú, að frá 1. apríl 1956 hefur fólk 67 ára og eldra verið tryggingar-
skylt, en áður var því í sjálfsvald sett, hvort það var sjúkratryggt. Þótt tillit sé tekið
til, að iðgjöld eru ekki greidd fyrir þá, sem dveljast í sjúkrahúsi eða á hæli á kostnað
ríkisframfærslunnar, né fyrir þá, sem sjúkratryggðir eru erlendis, vantar samt
enn nokkuð á, að allir landsmenn séu í réttindum.