Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Blaðsíða 69
67
Aðaltekjustofn sjúkrasamlaga hafa frá upphafi verið iðgjöld hinna tryggðu.
Framlög hvors um sig, ríkissjóðs og bæjar- eða sveitarsjóðs, námu á árunum 1956—1959
þriðjungi greiddra iðgjalda. Jafnframt því, að sjúkrasamlög tóku við sjúkradagpen-
ingagreiðslum af Tryggingastofnuninni í ársbyrjun 1957, fengu þau nýjan tekju-
stofn, þar sem var framlag lífeyrisdeiklar. Vaxtatekjur hafa á þessu tímabili verið mjög
litlar, um eða innan við 1% af heildartekjum hvers árs.
Frá 1. marz 1959 til loka þess árs tók Útflutningssjóður á sig niðurgreiðslu sjúkra-
samlagsiðgjalda um 13 krónur á mann á mánuði. Samkvæmt reikningum lífeyris-
trygginga fyrir árin 1959 og 1960 hafa niðurgreiðslur þessar numið samtals kr.
12 980 437,60. Þær koma hins vegar ekki fram í töflu 43, og ekki er tekið tillit til
þeirra í töflu 42 um iðgjöld.
Árið 1960 breyttist fjárhagsgrundvöllur sjúkrasamlaga þannig, að framlag lífeyris-
deildar og niðurgreiðsla Útflutningssjóðs féll niður, en framlag ríkissjóðs hækkaði
í 110% og framlag sveitarsjóðs í 50% af greiddum iðgjöldum.
Lífeyristryggingarnar greiða sjúkrasamlagsiðgjöld elli- og örorkulífeyrisþega, sbr.
töflu 12 á bls. 23. Frá 1. apríl 1956 gildir hið sama um lífeyrissjóði, sem viðurkenndir
eru af Tryggingastofnuninni, ef lífeyrisþegarnir ættu ella rétt á lífeyri almanna-
trygginga.
Útgjöld sjúkrasamlaga fara sífellt vaxandi, svo sem sjá má á töflu 44. Frá 1955 til
1959 hafa þau hækkað úr 50,8 millj. kr. í 92,4 millj. kr. eða um 82%. Nokkurn hluta
hækkunarinnar má rekja til fjölgunar samlagsmanna. í töflu 49 er því heildaryfirlit
um útgjöld á hvern samlagsmann 1955—1959, og nemur hækkun þeirra 66%. í töflu
50 er sýnd skipting útgjalda á einstaka gjaldaliði, og í töflum 51 og 52 er gerður nán-
ari samanburður á árunum 1955 og 1959. Við lestur allra þessara taflna ber að hafa
í huga, að árið 1957 tóku sjúkrasamlög við sjúkradagpeningagreiðslum af Trygginga-
stofnuninni og sama ár lækkuðu greiðslur sjúkrasamlaga á fyrsta verðlagssvæði til
lækna, þegar tekin var upp greiðsla sjúklings fyrir viðtal og vitjun heimilislæknis.
Enn fremur hættu sjúkrasamlög greiðslu fæðingarstyrks og greiðslu fyrir fæðingu í
sjúkrahúsi eða fæðingardeild fyrstu 9 dagana við fæðingu.
Útgjöld vegna sjúkrahúsvistar, sem nú er langstærsti útgjaldaliðurinn, hækkuðu
um 70,4% á hvern samlagsmann. Á sama tíma hækkaði daggjald Landspítalans úr
kr. 78,75 (meðaldaggjald 1955) í kr. 120,83 (meðaldaggjald ' 1959) eða um 53,4%.
Hækkun hefur þó orðið hlutfallslega mest á lyfjakostnaði, en sá liður hafði hins veg-
ar hækkað minnst á tímabilinu 1950—1955.
Breytingar hafa orðið á læknasamningum 1957 (í sambandi við það, að teknar
voru upp greiðslur sjúklinga fyrir viðtöl og vitjanir heimilislækna), 1959 og 1960.
Héraðslæknataxti hækkaði árið 1956.
I töflum 53 og 54 eru sýnd útgjöld á hvern samlagsmann hjá hverju einstöku
sjúkrasamlagi 1957 og 1959, og í töflu 55 er sýnd hlutfallsleg skipting útgjalda hvers
samlags 1959. Með þeirri nýbreytni, sem tekin hefur verið upp, að raða samlögum
utan kaupstaða eftir héraðssamlögum, veita þessar töflur mun skýrari mynd en áður,
þegar samlögin voru í stafrófsröð, af þeim áhrifum, sem lega samlagssvæðis og mis-
munandi aðstaða hefur í för með sér.