Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Blaðsíða 159
Erfðafjársjóður
í lögum nr. 12 80. janúar 1952 um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs
til vinnuheimila var kveðið svo á, að erfðafjárskattur samkvæmt lögum nr. 30 27. júní
1921 og arfur samkvæmt 33. gr. erfðafjárlaganna frá 1949 skyldi renna í sérstakan
sjóð, er nefndist Erfðafjársjóður og skyldi sjóðurinn vera í vörzlum Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Samkvæmt 2. gr. laganna skyldi fé því, sem rennur í Erfðafjársjóð samkvæmt fram-
ansögðu, varið til lána og styrkveitinga til þess að koma upp vinnuheimilum, vinnu-
stofum og vinnutækjum fyrir öryrkja og gamalmenni í því skyni, að starfsorka þeirra
komi að sem fyllstum notum. Með lögunt nr. 25 14. maí 1960 var hlutverk sjóðsins
aukið þannig, að nú er enn fremur heimilt, ef fjárhagur sjóðsins leyfir, að veita
lán úr honum til [ress að koma upp elliheimilum.
Upplýsingar um rekstur og hag Erfðafjársjóðs árin 1953—1956 eru í reikningum
almannatrygginga, árin 1957—1959 í reikningum lífeyristrygginga, en frá árinu 1959
hefur verið færður sérstakur reikningur fyrir sjóðinn.
1 töflu 61 er yfirlit um tekjur, gjöld og eignir Erfðafjársjóðs 1953—1960. 1 árslok
1960 nam verðbréfaeign sjóðsins samtals kr. 2 371 207,83, en útlán á því ári námu
kr. 637 500,00.
Tafla 61. ErfÖafjársjóður 1953-1960.
Ár Erfðafjárskattur Vextir Styrkir F.ignir í árslok
1953 525 025,28 — — 525 025,28
1954 767 492,26 26 251,26 — 1 318 768,80
1955 995 141,28 60 188,44 115 000,00 2 259 098,52
1956 950 273,31 112 954,93 — 3 322 326,76
1957 854 472,15 166 116,34 — 4 342 915,25
1958 1 423 853,81 217 145,76 — 5 983 914,82
1959 2 235 134,24 299 195,74 264 000,001) 8 254 244,80
1960 2 271 145,03 631 688,11 212 500,00 10 944 577,94
Alls 10 022 537,36 1 513 540,58 591 500,00 —
1) Þar raeð talinn matskostnaður kr. 14 000,00.