Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Side 161
Hjá lögskráðum sjómönnum fer gjaldár og starfsár saman, en af öðrum er iðgjald
greitt samkvæmt vinnuviknafjölda árið áður.
Framlag sveitarfélaga svarar til iðgjalda atvinnurekenda, en framlag ríkissjóðs til
tvöfaldra iðgjalda. Mismunurinn á iðgjöldum atvinnurekenda og framlagi sveitar-
félaga í töflu 62 stafar af því, að 5% af iðgjöldum eru færð i afskriftasjóð, en 1960 er
færð til baka úr afskriftasjóði fjárhæð sú, sem í hann var lögð 1956.
Samkvæmt lögunum frá 1956 var lágmark atvinnuleysisbóta kr. 12,00 á dag fyrir
einhleypa, kr. 15,00 fyrir kvænta menn og kr. 3,00 fyrir hvert barn allt að þremur, á
fullu framfæri bótaþega. Tilsvarandi hámarksupphæðir voru kr. 26,00, kr. 30,00 og
kr. 4,00 Við fjárhæðir þessar bættust vísitöluuppbætur, og hinn 1. júní 1958 varð
auk þess 5% grunnhækkun. Árið 1960 var hætt að greiða bætur samkvæmt vísitölu,
og jafnframt voru bætur hækkaðar, sbr. lög nr. 4/1959. Nam lágmark bóta til fyrr-
greindra bótaþega frá 1. janúar 1960 kr. 24,00, kr. 30,00 og kr. 6,00, en hámark kr.
52,00, kr. 60,00 og kr. 8,00 á dag. Mikill hluti verkalýðsfélaga hefur í reglugerð ákveðið
hámarksbætur.
Mikill hluti fjár Atvinnuleysistryggingasjóðs er geymdur í Seðlabankanunt. Verð-
bréfaeign sjóðsins í árslok 1960 nam kr. 54 913 000,01, en lán veitt á árinu námu kr.
28 600 000,00.
Samkvæmt 7. grein laganna um atvinnuleysistryggingar skal skipta iðgjöldum
niður á sérreikninga hinna einstöku verkalýðsfélaga. Sú skipting hefur reynzt erfið
í framkvæmd, og eru ekki enn til endanlegar skýrslur um hana fyrstu starfsár trygg-
inganna.