Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 5

Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 5
Heimíli og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 5. árgangur. Janúar—Febrúar 1. heftí. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON, prófessor: Lítið til fuglanna í loftinu Eitt liið fyrsta, sern við lærðum í kveri eða Biblíusögum, voru þessi orð: Lítið til fuglanna í loftinu. Þeir sá hvorki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himn- eski faðir fæðir þá. Okkur þóttu þau þegar svo faileg, að við höfum ekki gleymt þeim. En við höfum þó áreið- anlega hugsað sjaldnar um þau en skyldi. Lítið til fuglanna í loftinu, sagði Jesús frá Nazaret. Hann hafði alizt upp við iðandi fuglalíf Galíleu. Hann \ issi um hætti farfuglanna. Hann gaf gaum að spörvunum, sem hreiðruðu um sig í greinum mustarðsins. Kvak þeirra óntaði í eyrum hans allan dag- inn. Þeir lifðu glaðir og áhyggjulaus- ir. Þeini var það líka óhætt. Faðirinn á himnum sá um þá. An hans féll enginn þeirra til jarðar. Svöna áttu lærisveinar hans líka að lifa, já, allir menn, í trausti til föður þeirraáhimn- um. Guð, sem studdi livern væng, er loftið klauf, vakti yfir hverju fótmáli þeirra, og fótmál dauðans yrði ekki heldur stigið án lians, Jesús vildi búa gleðinni rúm í lífi mannanna. Þeir áttu að vera eins og í veizlufagnaði. Ekki í hvíldarlausu kapphlaupi um auðæfi, innstu sæti og nautnalyf, held- ur eins og frjáls og farsæl börn við barm náttúrunnar, fagnandi yfir því, hve sólin skini glatt og grasið væri grænt og ilmurinn ljúfur af blómstr- andi vínviðinum og þau væru öll börn sama föður ,sem þætti vænt um þau. Hann, sem var glaðastur allra manna, vildi gefa þeim með sér gleðina yfir Guði og áhyggjuleysið, sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.