Heimili og skóli - 01.02.1946, Síða 11

Heimili og skóli - 01.02.1946, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI 7 SNORRI SIGFÚSSON: MARK OG LEIÐIR Það er sagt um einn austurlenzkan þjóðhöfðingja, að hann hafi á fyrsta degi valdstjórnar sinnar kallað fyrir sig mesta speking landsins og sagt við iiann eitthvað á þessa leið: Mér hefur verið trúað fyrir því að vera æðsti valdsmaður þjóðarinnar um stutta stund, máske áratugi, eða e. t. v. að- eins fáar klukkustundir. Ég veit það ekki. Og það skiptir heldur engu máli. En það er ásetningur minn að nota þessa stund vel. Þjóðin verður að hafa mikið gagn af lífi mínu og starfi, og eftirmaður minn koma auga á gott fordæmi. Segðu mér nú, herra vitring- ur, hvað ég á að leggja mesta áherzlu á, eitthvað, sem öll þjóðin hefur bless- un af í nútíð og framtíð. Og til þess að gera þetta ekki of langt og flókið, þá nefndu aðeins eitthvað þrennt, sem jn'i telur þýðingarmest, en ég skal gefa Jrér heilan dag til að hugsa málið. F.n spekingurinn svaraði og sagði: Ég get svarað þessu strax, því að ég hef hugsað um það alla ævi. Og svar mitt er á jressa leið: Öll framtíð býr í fólkinu, og ef þú vilt búa vel í hagiinn fyrir þjóð þína, þá skaltu leggja mikla rækt við uppeldi hennar. Þess vegna eru uppeldis- og mannræktarmálin frumatriði. Þau eru númer 1 og 2 og 3. ” fela í sér alla von þjóðarinnar um gróandi þjóðlíf. Þetta er svár mitt við öllum spurningum þínum, og megi andinn eilífi blása þér skilningi í brjóst á þessum sannindum. Og þar með kvaddi hann og fór. Þessi sanmindi, er hinn austurlenzki spekingur vildi að valdhafinn skildi, eru enn í dag í fullu gildí. Öll fram tíðarvon mannanna um batnandi líf er enn í dag háð því, að vel takist með uppeldi þeirra. Mannræktarmálin eru því nú, eins og þá, máf málanna. Og sú vísa, er um þau fjallar, verður því varla of oft kveðin, ef verða mætti til einhvers skilningsauka. „Ef rýna þarft í myrkur, þá reyndu hug jríns sjálfs,“ segir í gamalli stöku. Það er nú svo um oss flesta menn, að vér erum all bundnir við vort eigið sjálf, og stundum um of. Hitt er þó víst, að eigin reynzla getur stundum varpað Ijósi á almannadeið, eða a. m. k. hjálpað til að grilla í uppeldisleg sannindi, ef vel er að gáð. Og það er mikil nauðsyn hverjum uppalanda, ekki sízt barnakennurum, að geta sett sig í spor barnsins. Og það er í því efni tjón, hve fáir vilja sína barnæsku muna. Flest börn lifa, sem betur fer, sín bernsku- og æskuár innan skjólgarðs foreldrahúsanna. Sá skjólgarður er góður og dásamlegur, en hann getur orðið of sterkur. Aðrir lenda snemma á berangrinum. Þar lenti ég um 12 ára aldur. En þá kynntist ég manni, sem benti mér á að lesa vel tvær bækur, sem þá voru tiltölulega nýjar af nál. Önnur var kverið „Hjálpaðu þér sjálfur“, er séra ölaf- ur Ólafsson tók saman. Hitt var AI- þýðubók séra Þórarins Böðvarssonar,

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.