Heimili og skóli - 01.02.1946, Síða 12
8
HEIMILI OG SKOLl
eða öllu heldur einn þáttur hennar, er
nefndist: Kraftur sjálfra vor.
Það, senr báðar þessar bækur reyndu
að innræta ungum mönnum var það,
að hver væri að langmestu leyti sinnar
gæfu smiður. í öllum mönnum byggi
sú orka og það efni, sem spinna nrætti
úr æviþráð og starf hvers og eins, þótt
ytri skilyrði væru ólragstæð. Náttúr-
lega væri efniviðurinn nrisjafnlega
góður, m'.sjafnlega nrikið í menn
spunnið, og vitaniega gætu ytri að-
stæður lraft örlagaríka þýðingu, en að-
alatriðið væri þó skapfestan og viljinn
til starfa og dáða. Það réði alltaf að
langmestu leyti úrslitunum. Þetta
seytlaði i:nn í minn óþroskaða ungl-
ingshug. Þetta, að geta ef maður vildi,
\ar dásamleg uppgötvun fyrir um-
komulausan 12 ára snáða, senr langaði
til að verða að nranni. Ég hef því jafn-
an haldið því fram, að það geti haft
nrikla þýðingu, hvað það er. sem unga
fólkið les og leggur athygli að. „Það
ungur nemur, ganrall temur.“ Og
„Smekkur sá, sem kemst í ker, keim-
inn lengi eftir ber.“
Við, senr lagt höfum svo að segja
alla orku í að uppfræða lrina ungu og
höfum reynt af veikunr mætti að vísa
þeim veg, verðunt að leitast' við að
kynna okkur ýmis lögnrál, er líf og
þroski lýtur. Að vísu lrafa foreldrar á
öllum öldum haft nokkra nasasjón af
þessum lögmálum af brjóstviti sínu og
reynslu, og sunrir þeirra verið uppal-
endur af guðs náð og eru enn. En þótt
svo sé, þá er lritt víst, að þekkingar-
leysið og kæruleysið hefur í þessum
efnum sem öðrum verið mikill þrösk-
uldur á vegi mannlegs þroska. Hins
vegar hafa hinir síðustu áratugir bor-
ið kyndil þekkingar að þessum myrk-
viði og sýnt og sannað margt og mik-
ið, sem áður var ýnrist óljóst hugboð,
eða með öllu óvitað. Má í því sam-
bandi til dæmis benda á það, að áður
var talið nóg að byrja á hinu eigin-
lega uppeldi, er barnið var orðið svo
eða svo gamalt, 10 eða 12 ára, eða þar
um bil. Þangað tif mátti hafa það sem
hálfgert leikfang. Nú er það vitað og
talið sálfræðilega sannað, að mótun
skapgerðar barnsins hefjist þegar í
frumbernsku. Það er því engin fjar-
stæða að láta sér detta í hug, að kom-
andi kynslóðir muni lrafa gott af því,
að þessi þekking verði almenn og að
foreldrar tileinki sér hana. Raunar
halda sumir uppeldisfræðingar því
fram, að þessi mikilsverða uppgötvun
muni seint eða ekki koma kynslóðun-
um að liði, fyrr en börnin séu þeg-
ar frá byrjun alin upp á barnaheimil-
um undir vísindalegri umsjá. Þeir
trúa ekki foreldrunum til þess. Út í
þá sálma verður ekki farið hér að öðru
en því, að ég hef þá trú, að með vax-
andi þekkingu á þessum mikilsverðu
málum, sem allir sæmilegir foreldrar
munu tileinka sér að meira eða minna
leyti, muni hverri mannveru hollust
móðurknén, þótt til séu og verði jafn-
an nokkrar undantekningar frá þeirri
reglu.
Sálarlíf vort er slungið ýmsum þátt-
um, og hefur verið reynt að greina
einkum þrjá þætti hvern frá öðrum
sem eins konar uppistöðu í þeim
merkilega vef.
Þessa þrjá þætti nefnum vér: hug-
mynda-, tilfinninga- og viljalíf.
Það er mjög mikils virði, að börn-
um sé hjálpað til að eignast glöggar