Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 13

Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI 9 hugmyndir, og er þá nauðsynlegt að útskýra á sem einfaldastan hátt allt, sem undrun vekur, og það er ærið margt, en eigi síður hitt, að skerpa eft- irtektina og reyna að verja barnið hvers konar skynvillum. Það er jafnan mikilsvert, að athygli barnsins sé vakin á ýmsum fyrirbær- um daglegs lífs og staðreyndum, án þess þó að það finni, meðan það er ungt, að verið sé að kenna því. Og umfram allt, að spurnéngum þess sé svarað með samúð og af þeim skiln- ingi, sem fremur eykur forvitnina en svalar henni til fulls í hvert skipti. II. En skynheimur vor mannanna myndi verða ærið kaldur og kaldrifj- aður, ef annar þáttur sálarlífs’ns kæmi ei við sögu, en það er tilfinningalífið, eða kenndalífið. Er þá vitanlega ekki átt við þá tilfinningu, er sæti á í húð- .nni sem eitt af skynfærunum, heldur hinar andlegu eða sálarlegu tilfinn- ingar og kenndir, svo sem fegurðartil- finningu, trúartilfinningu, siðgæðis- tilfinningu, samúðartilfinningu o. s. frv. Það er þessi þáttur sálarlífsins, sem við tileinkum svo oft hjartanu, enda hefur verið sagt, að hann væri guði vígður og þaulvígðastur allra þátta þess. En skynjun eða hugmynd þarf að fara á undan, svo að tilfinning vakni. Við þurftum t. d. að vita, að einhver eigi bágt, til þess að finna til með honum. Þekkingin ein út af fyrir sig er oft ærið kaldrifjuð, og hún yrði það jafnan, ef tilfinningalífið fengi eigi vermt hana. Það er tilfinningin, sem vermir og lífgar, vekur harm og gleði, unað og óbeit. En þetta mat eða dómur, sem tilfinningin kveður upp, er oftast miðað við augnablik, eða það, sem er í þann og þann svip, og þarf ekki að vera háð skynsemi eða viti og er það oft alls ekki. Þess vegna hlaupa menn oft gönuskeið. Á hinn bóginn er ,,hjartað“ oft liinn bezti vegvísir til hinnar beztu niðurstöðu. — í öllu uppeldi verður að gæta þess, að tilfinningalífið sé ekki kæltnékæft, og að skynsemin sé eigi glædd á kostn- að hjartans. En það er einmitt það, sem margir telja, að gætt hafi um of í uppeldi fortíðarinnar, bæði hér á landi og annars staðar. Og það var ræktun tilfinningalífsins, sem var að- alsmark dönsku lýðháskólalneyfingar- innar á 19. öldinni, og er það enn í dag. En sú hreyfing er ein hin mesta og bezta mannræktarstefna, sem náð hefur að festa rætur í menningu Ev- rópu, enda hefur hún markað djúp spor í siðgæðislíf og framkvæmdalíf Norðurlanda og mun að dórni margra ágætra og víðsýnna manna vera einna veigamesti þátturinn í því þjóðarupp- eldi, sem fengið hefur þann dóm að vera hið bezta í víðri veröld. Það þarf í engar grafgötur að fara til að skilja það, hve geysimiklu tilfinningarnar orka á breytni vora til ills eða góðs. Tilfinning, sem rís úr djúpum göfugr- ar sálar, getur nærri gert menn áð heilögum hetjum, og hún getur alveg haldið í skefjum hinum verstu hvöt- um. Hitt er og margviðurkennt, að til- finningaríkir menn séu að jafnaði skylduræknari og áreiðanlegri en aðr- ir, þegar tilfinningum þeirra hefur verið beint í rétta átt. Og það er ein- mitt þetta, sem góður faðir, góð móðir og góður skóli eiga að gera; að leggja

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.