Heimili og skóli - 01.02.1946, Qupperneq 15

Heimili og skóli - 01.02.1946, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI 11 HANNES J. MAGNÚSSON: Jón Kristjánsson kennari sjötugur í skammdeg'lnu veturinn 1909— 1910 bar gest að garði á æskuheimili mínu, og er mér sú gestkoma minnis- stæðari en flestar aðrar. Komumaður var þó enginn af höfðingjum héraðs- ins, og ekki geystist hann í hlaðið með tvo til re’ðar. Nei, jretta var lágur maður vexti, en kviklegur í hrevfing- um, drengilegur á svip og hógvær í háttum. Gangandi kom hann með stóra bókatösku á baki og litla fiðlu undir hendinni. Þetta var tilvonandi kennari minn og vinur, Jón Kristjáns- son, sem fyrir skömmu hafði verið ráð- inn farkennari í Akrahreppi í Skaga- firði. Mér urðu J^að að vísu nokkur vonbrigði, hve lágvaxinn hann var. Ég hafði hugsað mér hann stóran og kempulegan, með gullspangargler- augu og ákaflega lærðan svip. En Jretta var þá aðeins hversdagslegur al- Jrýðumaður, eins og gengur og gerist. En þetta kom þó ekki að sök, því að Jón hefur alltaf verið að vaxa í augum mínum, ekki vegna lærdóms og speki, heldur vegna hins ódrepandi áhuga, trúmennsku og virðingar fyrir köllun sinni, sem aldrei brást. Síðan þessi umræddi merkisatburð- ur gerðist, eru nú liðin 36 ár. Allan Jrann tíma hefur hjól tímans snúizt jafnt og þétt með gleði og sorgum, sigrum og ósigrum .Við höfum heyrt klukkuna slá á eyktamörkum ævinn- ar: fertugur, fimtmugur, sextugur o. s. frv. og 16. jan. sl. bar svo við, að klukkan hans Jóns vinar míns sló allt í einu — sjötugur. — Og þó finnst mér þetta ekki vera nema fáein ár síðan ég sat á skólabekk hjá honum í stofunni á Þverá, Réttarholti og Flugumýri. Hrukkunum hefur að vísu fjölgað á góðlega og drengilega andlitinu hans, en þó er hann enn kvikur á fæti, hress og glaður og syngur með orgelinu sínu, eins og hann gerði í Flugumýrar- kirkju fyrir 36 árum. Jón Kristjánsson er fæddur á Mið- sitju í Skagafirði 16. jan. árið 1876. Hann var einn af þeim mörgu ungl- ingum, sem hungraði og þyrsti eftir námi og skólagöngu, en þar voru allar leiðir lokaðar sökum fátæktar. Tvo næstu vetur eftir fermingu naut hann þó nokkurrar kennslu hjá séra Birni Jónssyni á Miklabæ, sem alla tíð reyndist honum vel, eins og hans var von og vísa. En Jón reyndi að bæta við þekkingu sína með sjálfsnámi, og mun hann því hafa verið orðinn óvenjulega vel að sér, þegar draum- ur hans rættist — draumurinn um að verða kennari. — Og það átti hann einnig að þakka séra Birni á Miklabæ. Haustið 1908 var hann ráðinn far- kennari í Akrahreppi og hélt því starfi áfram til ársins 1924, er hann réðist farkennari í Saurbæjarhreppi i Eyja- firði. Þar kenndi hann í 4 ár, en var þá ráðinn farkennari í Hrafnagils-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.