Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 16

Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 16
12 HEIMILI OG SKÖLl hreppi í Eyjafirði og kenndi þar í 10 ár, eða þar til hann lét af kennslu- störfum að mestu árið 1938. Sent dæmi um óvenjulegan áhuga Jóns má geta þess, að þegar hann var 44 ára, settist hann í 3. bekk Kennara- skólans og lauk kennaraprófi þaðan vorið 1921. Áður hafði hann sótt kennaranámsskeið í Reykjavík. Þetta er ekki viðburðarík ævisaga og laus við alla rómantík og frægðar- ljóma á almennan mælikvarða, og þó er hún merkileg um margt. Þeir, sem vita, hvað það er, að vera farkennari í 30 ár á fyrstu tugum þessarar aldar, geta metið ævistarf Jóns Kristjánsson- ar og annarra stéttarbræðra lians, err aðrir ekki. Og það er ævintýri líkast, að maður í slíkri stöðu, með slík laun frá þjóðfélaginu, senr ank þess varð að fæða og klæða 10 börn og koma þeim til manns, skyldi ekki doðna niður í vanaþrældóm og „acta“skrift, en Jrað gerði Jón aldrei. Hannvareinnafþess- um hetjum hversdagslífsins, sem lét ekki baslið smækka s,:g, heldur óx með hlutverkum sínum. Enda átti hann góða og lífsglaða konu, sem bjó hon- um gott heimili, þrátt fyrir mikla fá- tækt. Jón var glöggur og prýðilegur kennari. Hann lék bæði á fiðlu og orgel og hafði ágæta söngrödd, óg kirkjuorganisti hefur hann verið lengst af ævi sinnar. Þegar Jón lét af kennslustörfum, var hann gerður að heiðursfélaga í Kennarafélagi Eyjafjarðar, og er J)að . víst sú eina heiðursviðurkenning, sem honum hefur hlotnazt um dagana, enda hefur hann ekki eftir þeim sótzt. Hann er óvenjulega hógvær maður og lítt gefinn fyrir að tylla sér á tá ög sýn- ast stór, enda hefur jafnan verið hljótt unr Jrennan lágvaxna farkennara og ævistarf hans. Einhvers staðar mun þó sú hetjusaga vera skráð, og víst er um Jrað, að Jón hefur ekki grafið talent- una sína í jörðu, og nú lifir hann eins og blómi í eggi á litla býlinu sínu, Espigrund, og þótt hann liafi ekki safnað auði, er mér þó óhætt að full- yrða, að hann á það, sem meira er um vert, en fxið er þakklæti, vinátta og hlýhugur fjölda margra nemenda og annarra samferðamanna, sem árna nú þessurn aldna sæmdarmanni allra heilla. Leskaflar. Svo nefnist tveggja arka rit í allstóru broti, sem komið er út fyrir skömmu. Er það ætlað nemendum í efstu bekkjum barnaskólanna til lesturs og náms í sam- bandi við bindindisfræðslu. Þótt sú fræðsla hafi verið lögboðin í nokkur ár, hefur bömunum ekki verið séð fyrir neinni hjálparbók í þeirri grein. Er þessu litla kveri ætlað að bæta úr þeirri þörf. Bókin er með mörgum myndum og línu- ritum og því góð hjálparbók við vinnubóka- gerð í þessum fræðum. Ritið skiptist í þessa kafla: Fjöreggið — Hvað er áfengi? — Ahrif áfengis — Hvað gerist í líkamanum? — Afengi og sjúkdómar — Afengi og dauðs- föll — Afengi og slysfarir — Afengi og af- brot — Afengið og heimilislífið — Afengi og uppeldi — Afengi og íþróttir — Afengi og vinna — Afengi og langlífi — Hvað kost- ar áfengið? — Að síðustu. Hannes J. Magnússon hefur tekið bækl- ing þennan saman, og geta skólastjórar og kennarar því snúið sér til hans, ef þeir vilja fá ritið handa skólum sínum. Annars er upplagið lítið og mun því fljótt ganga til þurrðar. Ritið kostar 3,00 krónur.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.