Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 20

Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 20
16 HEIMILI OG SKÖLl raælikvarði prestanna á lestrar- og skriftarkunnáttu verið ærið mismun- andi, og sennilega verið við lágmark sums staðar, það sem gilt var talið. Hitt er aftur vafalaust, að þeir hafa enga talið í flokki læsra og skrifandi, nema þeir liafi haft verulega tilburði við að nema þessar greinir. Umsagnir prestanna í sambandi við húsvitjanir sýna líka ærið mismunandi einkunnir, — allt frá því að vera „fluglæs" og nið- ur í það að vera „stautandi", o. s. frv. Síðartalda umsögnin þarf þó engan veginn að útiloka það, að viðkomandi kunni að hafa Jiaft viðhlítandi gagn af bóklestri, því að enn er það vel þekkt fyrirbrigði, að sæmilega bókarfæru fólki er fyrirmunað að geta lesið upp- hátt með nokkurri rnynd, enda kem- ur þar ýmislegt fleira til greina en þá, er menn lesa í hljóði. — Að öllu athuguðu verður þó ekki sagt, að umsagnir prestanna sanni beinlínis annað en að meginþorri allra landsmanna náði meiri eða minni kunnáttu í lestri og skrift, þrátt fyrir skipulagsleysið í námskröfum og algerðan skort á námsaðstöðu á mæli- kvarða nútímamanna .Þetta er ekki lít- ið afrek, en segir í sjálfu sér ekkert um, hvern ávöxt þessi kunnátta hefur borið, né hvert gildi hún hefur haft fyrir einstaklingana og að samtöldu fyrir þjóðina. Vissulega eru þau dæmi fjölmörg með þjóðinni, að menn, sem í æsku höfðu ekki af neinum lærdómi að segja öðrum en þeim, sem fólst í heimáfenginni kennslu fyrrgreindra undirstöðuatriða, hafa unnið merki- leg afrek, ýmist með fræðimennsku eða skáldskap, í félagsmálum eða stjórnmálum. Minning þeirra hefur geymzt, en þeir verða þó, þegar á allt er litið, að teljast til undantekninga, þegar almennt skal dæma um, á hvaða þekkingar- og menningarstig þessi takmarkaða undirstöðufræðsla gat þokað öllum fjöldanum, — þeim, sem nú eru gleymdir öðrum en ættfræð- ingum og einstöku ættræknum af- komendum. Um bóklega kunnáttu þeirra og þjálfun við andleg störf er vitneskjan að vonum stopul og heim- ildirnar strjálar. Ein hin helzta heimild í þessu tilliti eru gömul sendibréf, er varðveitzt hafa. Skiptir ekki öllu máli um hvað þau fjalla, því að bréf, sem í fljótu bragði sýnist nauðaómerkilegt, getur gefið býsna miklar upplýsingar um bréfritarann, þekkingarstig hans, rit- leikni og þjálfun í hugsun — en þó þeim mun betri og meiri, sem tilefni bréfsins er yfirgripsmeira. Hefur mér orðið þetta ljóst við athugun gamalla bréfa, er ég hef haft undir höndum. Er þar fyrst urn að ræða bréfasafn afa míns, Jóns Sigurðssonar á Gautlönd- um, um 40 ára skeið, frá 1850 að telja, og þar næst föður míns, Péturs Jóns- sonar, sem ná yfir tímabilið frá 1875— 1922, Vegna starfa þeirra í sveit og héraði, barzt þeim ótrúlegur fjöldi bréfa frá fólki af öllum stéttum og aldri, körlurn og konum, þótt bréf frá karlmönnum séu þar mjög yfirgnæf- andi. Allverulegur hluti bréfasafna þessara er frá menntamönnum víðs vegar um land, og koma þau ekki til álita í þessu sambandi. En eins og ráða má af tíma þeirn, sem bréfin eru skrif- uð á, eru þau að öðru leyti frá fólki, sem yfirleitt hafði ekki á annarri kunnáttu og fræðslu að byggja en

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.