Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI
17
þeirri, sem heimili þeirra gátu þeim í
té látið á æskuárunum. Til saman-
hurðar hef ég svo bréf, sem mér hafa
sjálfum borizt á síðustu 30 árum, frá
fólki, sem að starfi, kjörum, aldri og
áhugamálum er alveg sambærilegt við
iiina eldrl hréfritara — en hefur í lang-
flestum tilfellunr notið bæði meiri og
kerfisbundnari fræðslu í móðurmál-
inu og í meðferð þess, með tilsögn og
undir handleiðslu sérstakra kennara.
Öll þessi hréfasöfn, sem að samtöldu
ná næstum yfir heillar aldar bil, hafa
það sameiginlegt, að tilefni bréfanna
eru margvísleg: Ýmist eru bréfin al-
menn kunningjabréf um laust og fast,
eða um einkamál, viðhorf eða ágrein-
ing í almennum málum; fjölmörg um
viðskipti eða annað, sem á dettur í
daglegu lífi. Ennfremur má telja, að
þau séu af sama svæði hér 'innan Þing-
eyjarsýslu.
Þrennt kemur einkum til greina við
slíkan samanburð bréfa: rithönd (rit-
leikni), réttritun, og svo málfar og frá-
sagriarháttur.
Lhn rithönd hjá eldri kynslóðunum
er það að segja, að hún er sundurleit-
ari og mcsjafnari. Sumir eldri menn
skrifuðu „skrautskrift", sem ber þess
merki, að skort hefur tilsögn, og ef til
vill forskrift. Þó er meiri stíll í henni,
þrátt fyrir kantana en hjá þeim seinni
tíma mönnum, sem ekki hafa náð tök-
um á rithönd, en ætla má að hafi álíka
litla þjálfun við skriftir. Hins vegar
virðist það ljóst, að eldra fólkið hefur
litið á skriftina sem iíþrótt, sem til ætti
að vanda eftir beztu getu, og þess
vegna hefur mikill fjöldi þess náð
smekklegri rithönd en nú er almenn-
ast hjá þeim, sein ekki taka til skriftar-
kunnáttunnar nema stöku sinnum. Má
hér að sönnu nokkru um ráða, að
hraðakröfur nútímans valda því, að
menn gefa sér ekki tíma til að vanda
skriftina á tækifærisbréfum.
Sennilega myndi ýtarleg rannsókn
leiða í ljós, að réttritun sé öllu meira
ábótavant í hinum eldri bréfum.
Brestur að vísu allmjög á, að hún sé í
viðunandi lagi hjá ýmsum þeim, sem
notið hafa málfræðitilsagnar í barna-
skólum, og jafnvel eftir fleiri skóla-
stig. Við lestur eldri bréfa furðar
mann mjög á, hve ritvillur eru fáar og
meinlitlar og í þorra bréfanna nær
engar, þegar tekið er tillit til þeirra
stafsetningarreglna, er þá tíðkuðust.
Stalsetning orða eftir framburði, sem
er afar ginnandi að fylgja fyrir þá, sem
enga þekkingu hafa, kemur afarsjald-
an fram í þessum hréfum. Nú má telja
næstum útilokað, að óbreytt alþýðu-
fólk á þeim dögum hafi aflað sér þekk-
ingar á málfræðlreglum, og hlýtur því
réttritunarkunnátta þess' að hafa
byggst á sjónminni um það, hversu
orðin voru stafsett í bókum. En það
sanna aftur á móti, að þetta fólk hef-
ur lesið bækur til verulegra muna.
Þegar til hins þriðja atriðis kemur,
málfars og frásagnarháttar, er það að
rnínu álit'i tvímælalaust, að eldri hréf-
in taka þar hinum fram, þegar borin
eru saman bréf frá fólki í sambærilegri
aðstöðu fyrr og síðar. Orðavalið er
kjarnbetra, málsgreinaskipunin
óþvingaðri og frásögnin ljósari. Und-
antekningar ganga að sjálfsögðu á víxl.
Má vera, að hér komi einnig til greina
það, sem fyrr var á vikið, að áður fyrr
hafi menn skrifað bréf sín í betra næði
og þá af meiri vandvirkni. Þó gat ekki