Heimili og skóli - 01.06.1950, Page 12
56
HEIMILI OG SKÓLI
fastlega ráð fyrir, að þær eigi eftir að
fylla mun meira rúm í stundaskrá
skólanna en þær gera nú, og á ég
þá við skólakvikmyndir. Það verkefni
bíður okkar nú að kvikmynda at-
vinnuvegina til lands og sjávar, helzt
bæði að fornu og nýju, svo og ýmsa
hverfandi og horfna þjóðhætti og
ýmislegt annað, sem tengt getur æsk-
una við fortíð sína og sögu, sömuleið-
is gróður og dýralíf. Þá mætti og
kvikmynda ýmiss konar starfsemi
menningarfélaga. Eitthvað hefur ver-
ið gert af öllu þessu, en það er sá
galli á, að skólarnir eiga ekki aðgang
að þessum myndum. Fleiri þyrftu að
fara að dæmi Skagfirðinga og Vest-
firðinga, sem farnir eru að undirbúa
töku héraðskvikmynda. Ef almennt
yrði hafizt handa um það, ætti við-
komandi sýsla að eiga eitt eintak, en
fræðslumálaskrifstofan annað til notk-
unar fyrir skólana, og skiptist þá
kostnaður þar á milli að einhverju
leyti. Ef til vill á stálþráðurinn og
grammófónplatan eftir að gegna ein-
liverju hlutverki í skólunum, þótt
tæpast sé við því að búast, að það
verði stórt, svo ópersónuleg er sú
fræðsla. Þá ætti að gera meir að því
en gert er, einkum í framhaldsskól-
unum, að sýna nemendum verksmiðj-
ur og önnur atvinnufyrirtæki til
lands og sjávar, sömuleiðis að fá
menn úr atvinnuvegunum til að
flytja stutt og greinagóð erindi í skól-
unum. Þá væri það heldur ekki lítils
virði að kynna nemendum t. d. rekst-
ur sveitafélaga, bæja og ríkis, rekstur
sjúkrahúsa, fátækraframfæri, al-
mannatryggingar o. fl. Þá væri ekki
ófróðlegt að dvelja einn dag á fyrir-
myndar sveitaheimili og kynnast þar
öllum daglegum störfum. Allt þetta
myndi tengja skólana og nemendur
þeirra við lífið. Þetta eru allt raunhæf
viðfangsefni, miklu raunliæfari og
mikilvægari en margt það, sem skól-
arnir verja miklum tíma í, og margt
ungt fólk er furðulega ófrótt um
þessa hluti. Og hvernig væri nú að
bæta einu sumri við námstíma héraðs-
og gagnfræðaskólanema, og verja því
surnri til verklegra starfa til sjávar
og sveita í eins konar þegnskyldu-
vinnu. Kannske mætti stytta vetrar-
námið eitthvað um leið. Einn skóli
hefur þessa skipan, en það er Hús-
mæðrakennaraskólinn í Reykjavík.
Það væri gaman að gera tilraun með
þetta í einum héraðsskóla og einum
gagnfræðaskóla, annars rökstyð ég
þetta ekki frekar hér. En þetta myndi
vissulega veita nýju lífi inn í skóla-
málin.
Þjóðfélagsfræði ætti að skipa miklu
meira rúm í skólunum en hún gerir.
Hún er grundvöllur hagnýtrar og ó-
missandi þekkingar á þjóðfélagsmál-
um. Væri skaðlaust, þótt flokksblöðin
yrðu ekki ein um þá fræðslu. En eitt-
hvert mikilvægasta hlutverk skólanna,
já, allra skóla, er það að hneigja hugi
ungra manna til ræktunarstarfa. í
fyrsta lagi er það þjóðfélagsleg nauð-
syn, og auk þess er það menningar-
leg nauðsyn, því að fá störf eru eins
mannbætandi og ræktunarstörfin.
Flestar þær veilur, sem gert hafa vart
við sig í menningarlífi okkar á síðari
árum, er óbein afleiðing af því, að
þjóðin hefur æ meir horfið frá rækt-
unarstörfum og landbúskap. í þeim
störfum er hið beina samband við