Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 13

Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 13
HEIMILI OG SKÓLI 57 lífið og náttúruna. „Enginn ber þess bætur, sem burt úr dalnum fer“, segir Davíð. Ég harma það, að héraðs- skólarnir, sem eru fyrst og fremst skólar sveitanna, skuli ekki hafa gert ræktunarstörfin og önnur verkleg við- fangsefni að veigamiklum lið í starf- semi sinni. Landbúnaðurinn hrópar á ungt fólk, skógræktin kallar á hundruð og þúsundir ungra karla og kvenna til þegnskyldustarfa. En ég held, að reynslan sýni, að þar eru oft- ast þunnskipaðar fylkingar. Þarna verða skólarnir að koma til, allt frá barnaskólunum og upp til háskól- ans. Á þessu vori gekkst hið nýstofn- aða N emendasamband Kennaraskól- ans fyrir því, að nokkurra daga nám- skeið í skóggræðslu var haldið með kennurum þeim, sem útskrifuðust í vor. Var námskeiðið í Haukadal í Biskupstungum. Þetta spáir góðu, og hér sem víðar er horft til kennara- stéttarinnar. Skólarnir verða enn sem fyrr að búa ákveðinn fjölda manna til að gegna liinum ýmsu embættum í þjóð- félaginu, þeir verða að búa menn undir ýmis sérfræðileg störf og verk- efni, bæði á sviði anda og efnis, en allur þorrinn af skólum landsins á fyrst og fremst að veita almenna menntun, búa nemendurna undir að verða nýtir menn og dugandi við framleiðslustörfin. Og ef þeim tekst ekki á næstu árum að beina unga fólkinu þangað, meir en nú er, verð- ur að taka allt skipulag þeirra og fræðslu til rækilegrar endurskoðunar. Enn hafa skólarnir nokkuð almennt traust og því trausti mega þeir ekki glata. Enn sem fyrr er rammi barna skólanna rúmur og skiptir því mestu máli, hvernig okkur tekst að fylla út í hann. Það veltur á kennarastétt landsins yfirleitt, hvort skólinn verð- ur slitinn úr samhengi við lífið, eða hvort hann starfar í þjónustu þess. Krafan um minni vinnu og meiri þægindi hefur verið hávær á síðustu árum. Kjörorð framtíðarinnar á að vera meiri vinna og einfaldara líf. Skólarnir, og þá einkum héraðs- og gagnfræðaskólarnir eiga að senda breiðar fylkingar beint út í fram- leiðslustörfin. Já, skólastarfið er eins og hús, sem aldrei verður fullbyggt. Með stöðugri leit, stöðugri gagnrýni á okkur sjálf og skólastarfið, með víðsýni og þraut- seigju, getur okkur tekizt að full- komna þetta hús, gera það betra í ár en það var í fyrra. En við skulum hafa það til marks, að þegar við erum fyllilega ánægð með skólastarfið og okkur sjálf, þá erum við hætt að vaxa, við erum farin að steinrenna. Hús- smíðin er stöðvuð. Slíkt má ekki ger- ast, og ég trúi því, að það gerist ekki. Stína litla, 5 ára, kom heim úr skólanum, og var henni mikið niðri fyrir. „Við lærum að teikna i skólanum, mamma." „Hvernig ferðu að því?“ spurði mamma. „Fyrst hugsa ég, og svo bý ég til strik í kring- um það,“ sagði Stína. Ung kennslukona hafði lokið við að segja litlum dreng frá lambinu, sem varð viðskila við fjárhópinn og úlfurinn át. „Þarna sérðu,“ sagði hún, „ef lambið hefði verið hlýðið og ekki farið frá hópnum, hefði úlfurinn ekki étið það.“ „Nei,“ sagði snáðinn. „Þá hefðum við étið það.“

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.