Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKÓLI
61
glugga oftast eitthvað í dagblöðin og
draga sjaldnast í vafa það, sem þar
stendur.
Hlutverk skólans í innrætingu
tröllatrúarinnar á prentað mál er mik-
ið, og vinnur hann markvisst að því
að gera hana sem sterkasta. Um leið
og börnin koma í skóla, er bóka-
kennsla hafin, og henni er haldið á-
fram dag eftir dag og ár eftir ár, oftast
af miklu kappi. Virðing og álit skóla-
barnsins byggist að miklu leyti á því,
að það muni sem bezt það, sem stend-
ur í bókunum og er því naumast að
undra, þótt það læri að bera allmikla
virðingu fyrir þeim.
Tvímælalaust er það mikill kostur,
að börnin læri sem fullkomnasta notk-
un bóka. í bókunum er saman kominn
mikill fróðleikur, oft saman þjappaður
í skyld og gagnstæð mál. Við, sem eyð-
um miklum hluta ævi okkar í návist
bóka, myndum sízt vilja vera án félags-
skapar þeirra, enda er góð bók bæði
tryggur og spakur lífsförunautur.
En jafn nauðsynlegt og gagnlegt
sem bókvitið er ,eins nauðsynlegt er
að kenna börnunum, og auðvitað full-
orðnu fólki ekki síður, ef til þess næst,
að bækur og blöð á að lesa með gagn-
rýni:
— Hugði ei sannleik hóti betri
hafðan eftir sankti Pétri. —
orti þjóðskáldið um ógæfumann-
inn, sem var hrakinn og hrjáður af
öllum, að því er virðist vegna þess, að
hann þorði að hugsa sjálfstætt og tjá
hugsanir sínar.
— Vanþekking situr á valdastól
og veifar sprotanum langa. —
Flestir treysta sannleika sankti Pét-
urs án frekari athugunar og vanþekk-
ingin getur ríkt í friði ,þótt einvald-
ar velti úr völdum og lýðveldi líði
undir lok. Meðan fólk lærir ekki að
nota skynsemina til þess 'að athuga,
hvort það, sem borið er á borð fyrir
það af andlegu fóðri, er hollt og stað-
góð fæða, getur vanþekkingin veifað
valdasprotanum sínum óáreitt.
Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði er
þetta uppeldi, sem miðar sjálfrátt eða
ósjálfrátt að því að venja fólk af því
að hugsa, hættulegt. Alls konar lýð, -
skrumarar eiga mun hægara um vik
meðal þeirra, sem vanir eru að hlýða í
hugsunarlausri blindni, heldur en
hinna, sem jafnan gera sér að skyldu
að athuga málin frá sem flestum hlið-
um, áður en þeir taka afstöðu til
þeirra.
Kennslubækurnar okkar geyma urm-
ul af alls konar villum, ýmsar villur
eru þekkingarskorti eða óvandvirkni
höfunda að kenna, aðrar eru afleið-
ingar þeirra breytinga, sem stöðugt
eru að gerast í heiminum.
Það væri mikils virði fyrir þjóð-
félögin, ef kennarar tækju sig til og
notuðu nokkrar klukkustundir á viku
til þess að kenna börnunum að leita
að villum í kennslubókunum. Fáar
kennslustundir eru ánægjulegri en
þær, ef kennaranum tekst að koma
heilum bekk til þess að plægja
kennslubóka-akurinn í leit að alls
konar villum. Þegar nemendurnir
telja sig hafa fundið villur, hefjast
umræður um réttmæti gagnrýninnar.
Enginn skyldi dæma fjarlægan
kennslubókahöfund harðara en hann
á skilið.
Gagnið, sem af svona vinnubrögð-
um myndi leiða, er fyrst og fremst