Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 20

Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 20
64 HEIMILI OG SKÓLI var hann í raun og veru latur, dreng- urinn, sem gat tímum saman unnið að því að byggja hús með hinum krökkunum? Alls ekki. Meðan hann fékk að vinna að því, sem hann hafði áhuga fyrir, var allt í lagi. En þegar hinir fullorðnu þvinguðu hann til þess að gera það, sem honum fannst tilgangslaust, þá gerði hann verkfall. Börnum finnst verk skemmtilegt, með- an það fullnægir raunverulegum kröf- um þeirra. Það gerir sjálfvalinn leikur. Hann samsvarar vinnu fullorðinna og hefur mikla þýðingu fyrir allan þroska barnsins. Við, sem fullorðnir erum, álítum leiki alltof oft þýðingarlausa. Annars hefðu foreldrar Kalla ekki lát- ið liann í skóla svo snemma. Þegar Kalli til dæmis byggir sér hús, allan seinni hluta dagsins, þá er það í augum foreldra hans óþarfa leikur. En þegar pabbi lians tálgar sér til gamans í tómstundum, þá er litið á öðrum augum. Margir fullorðnir geta ekki séð barn vinna verk sitt með gleði. Sá skilning- ur, að einungis verk, sem maður vinn- ur óviljugur og með ógeði, séu fyrst og fremst vinna, er mjög útbreiddur. Á sama hátt er það álitið mjög mikil- vægt fyrir skapgerðarþroskann að gera það, sem er ógeðfellt. Auðvitað verður að vinna verk, sem maður fellir sig ekki við. En segja má, að það sé ill nauðsyn, sem ekki styður að skapgerð- arþroskanum. Það er staðreynd, að vinni maður verkið með gleði og á- nægju, þá þreytir það minna, eins og um leik væri að ræða, því betra. Séu börn stöðugt þvinguð til þess að gera það, sem þeim þykir leiðinlegt — enda þarf ekki að þvinga til annars — þá dregur öll vinna dám þar af. Þessi af- staða til vinnunnar endist oft til full- orðinsára, þegar menn hafa mótazt þannig. Stúlka, sem þvinguð er til þess að hjálpa til við eldhússtörfin, er ekki líkleg til þess að verða góð húsmóðir. Þvert á móti eru líkur til þess, að hún liafi alla ævi ógeð á þeim. Fullorðnir geta oft yfirunnið leiða gegn ákveðnu starfi, með því að setja sér fyrir sjónir markmið, sem þeir með tímanum ætla að ná. En börn eru ekki þess megnug. Þau lifa fyrir líð- andi stund og þurfa að sjá ávöxt iðju sinnar, annars þreytast þau. Erfiði vinnunnar verður þeim markleysa. Börn skilja ekki nauðsyn margs þess, sem við h'eimtum og krefjumst af þeim. Viljum við vera sanngjörn, verð- um við að viðurkenna, að mikið af því, sem við heimtum af börnum, nær engri átt. Maður skilur, að „letin“ er oft og tíðurn hrein og bein þrjózka, sem sprottin er af óeðlilegum kröfum til getu og þroska barna. Tólf ára telpa á móður, sem allan daginn er önnum hlaðin. Hún getur aldrei sleppt verki úr hendi, eða hvílt sig drykklanga stund. Hún finnur alltaf eitthvað, sem verður að vinna. Þessi vinnusemi hennar ber vott um töluverða taugaveiklun. Það er ekki nóg, að hún unni sjálfri sér aldreí hvíldar, heldur þolir hún ekki, að dóttirin sitji aðgerðarlaus nokkra stund. Sitji hún til dæmis við lestur, kemur mamma hennar þjótandi og heimtar, að hún kasti frá sér bókinni á augabragði og fari að vinna eitthvað. Er þá að undra, þó að telpan verði þunglynd og dreymandi. Hún nýtur sín illa í skólanum. Hún er orðin

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.