Heimili og skóli - 01.06.1950, Page 24
68
HEIMILI OG SKÓLl
Séra ÁRELÍUS NIELSSON:
TRÚARLEGT UPPELDI
Ást og trú eru tvær tilfinningar,
sem mestu valda um liamingju manna.
Þær eru líkt og tveir strengir, sem
þarf að stilla rétt, en þá hljóma ílestir
aðrir strengir sálarinnar í samræmi
og fegurð.
Báðar þessar tilfinningar eru mót-
aðar til viðtöku áhrifum frá liinu ó-
þekkta og feyndardómsfulla. Ástin er
stillt gagnvart upphafi lífsins og þró-
un. Trúin gagnvart lokaþættinum í
lífi einstaklingsins og þeirri verðandi,
sem þá tekur við. Þó eru þær sam-
ofnar og samhljóma gagnvart hvoru
tveggja, ef vel er að gætt.
En þótt þessar tilfinningar séu
þannig gagnvart hinu óskynjanlega,
þá er ekkert, sem mætti telja þeim
óviðkomandi í hversdagslegasta um-
hverfi lífsins. Flest, sem talið er
menning, siðfágun og list, á að ein-
hverju ívaf þeirra og hljómblæ.
Það er því auðsætt, að miklu máli
skiptir, hvernig tekst að stilla þessa
strengi, þegar frá upphafi. Eru þeir
stemmdir til samræmis og íegurðar,
eða verða þar falskir mishljómar
mestu ráðandi?
Þótt undarlegt rnegi virðast, hefur
uppeldis síðustu ára lítils gætt á þessu
sviði. Þrátt fyrir allt kapphlaupið um
aukna þekkingu, met og tækni, hafa
tilfinningar þessar lítt eða ekki verið
taldar með á þeim sviðum, sem talin
eru til hins opinbera uppeldis.
„Fátt er skeytt um hjarta og hönd,
en hausinn út er troðinn,11 sagði St.
G. Og það liefur því miður orðið
sannmæli um flesta vegu, sem farnir
hafa verið í uppeldi síðustu ára, þrátt
fyrir allar framfarirnar. Nú er þó
starfsskólahugsjónin að minnsta kosti
rædd og hugsuð, en hjartað er enn út
undan. Það er næstum eins og ást og
trú þyki of persónuleg verkefni, til
þess að vera rædd og mótuð. Rétt er
það, að hver er sér um sefa. En eitt er
víst, þörf er að stilla þessa strengi rétt
í barnssálinni, að því leyti sem unnt
er fyrir uppalandann. Sé það ekki
gert, mun flest annað, sem unnið er
til mannbóta, verða framtíð mann-
kyns að litlu gagni. Uppeldi hugans
eitt gæti veitt afti mannssálnanna í
þann farveg, er brotizt gæti fram sem
Hemra sú, er eitra mætti allt mannlíf
jarðar og drekkja menningu hennar.
íþessari grein ætla ég ekki að ræða
mótun ástartilfinninga. Sálfræðingur,
sem jafnframt skilur hjörtu utan
bókar, ætti að gjöra því skil. Sýna
fram á, hvernig t. d. ýmislegt námsefni
skólanna er vel faffið til að efla og
göfga ást til foreldra, forfeðra, sögu,
ættjarðar, æskustöðva mannkosta,
tungumáls, lista, sannleikans, en um-
fram allt til að skynja hið heilbrigða
ástand, sem ríkja þarf milli kynjanna,
til þess að þjóðfélagið eignist ham-
ingjusöm heimili og þróttmikla
þegna. En gagnvart öllu þessu mætast
ástin og trúin, svo að oft verður
naumast greint.
En ég ætla með nokkrum orðum að