Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 26
70
HEIMILI OG SKÓLI
og þið syngið aftur vers, eitt eða fleiri.
Þetta tekur fimm til tíu mínútur. Og
livert heimili, sem gjörir þetta að
venju, mun uppgötva, að þetta er
þroskalind barnanna. Og margar af
dýpstu hugsunum þeirra og spurning-
um munu þá vakna tif lífs og verða
til aukins þroska og vizku, auk sið-
legra áhrifa. Þetta getur verið megin-
þáttur trúarlegs uppeldis á heimili
hverju. En auk þess er sjálfsagt að
venja börn á þögn og kyrrð, meðan
hlýtt er útvarpsguðsþjónustum. Sé
ékki hægt að tryggja slíkt umhverfi,
ætti tafarlaust að loka útvarpstækinu.
Það er til ómenningar og vanhelgun-
ar að láta útvarpið flytja fegurstu
bænir, ræður, sálma og söngva yfir
argi, skarki, bfótsyrðum og hversdags-
störfum. Enda sýnir slíkt sanna skríl-
mennsku flestu öðru fremur. Þar er í
sannleika perlum kastað fyrir svín.
Fullorðna fólkið ætti að hafa börnin
með sér í kirkju strax, þegar þau eru
komin á þann aldur, að ætla má, að
þau geti verið kyrrlát heila klukku-
stund. En þá verður að gera strangar
kröfur til fullrar háttvísi. Barn nú-
tímans, barn hraðans og hávaðans,
þarf sannarlega að kynnast þessu eina
sviði samfélagsins, þar sem þögn og
kyrrð ríkir, ásamt föstum reglum,
sem ekki má brjóta. Fegurð og tign
guðsþjónustunnar mun undir hand-
leiðslu góðra foreldra eða ástvina
vekja ósjálfráða lotningu og auðmýkt
í huga barnsins. En lotningin er bezti
jarðvegur heitrar trúartilfinningar,
sem seinna mun veita því styrk í raun,
göfgi í sorgum og sýn út yfir þröngan
hring augnablikssjónarmiða.
Um sjö ára aldur tekur skólinn við.
Hann verður oft til að móta trúar-
viðhorf barnsins, þar eð hann veitir
fræðslu um þau efni, sem beinlínis
snerta þetta svið í hugarheimi þess.
Er þá mikils um vert, að kennarinn
sé vanda sínum vaxinn. Hann þarf
fyrst og fremst að láta barnið finna og
sjá, að kristinfræðistundirnar séu hon-
um öðrum stundum skólans æðri.
Bæði foreldrar og kennarar þurfa að
vera samtaka á þessu sviði. Eftirdæm-
ið er hvergi áhrifameira en gagnvart
lielgum viðfangsefnum trúaruppeldis.
Hvergi verður að ganga ríkara eftir
vandaðri vinnu við námið. Engin
undanbrögð né kák má leyfa. Og
umfram allt verður að gera viðfangs-
efnið eins ljúft og fagurt og framast
standa efni til.
Morgunsöngur í skólanum, áður
en kennsla er hafin, er mjög fallegur
siður. Vikulega skyldi skipt um ljóð
og lag, sem áður sé lært og undirbúið
í tímum. Ríkt gengið eftir reglusemi,
og utanaðkomandi áhrifum og skrípa-
látum bægt frá meðan sungið er.
Tímar í kristnum fræðum verða að
vera vel undirbúnir, þannig, að börn-
in finni öryggi og lotningu kennar-
ans. Gæta fyllstu vöndunar í námi.
Forðast að þreyta, en stytta heldur
stundina með söng og sýningu mynda.
Umfram allt helgiblær og góður agi.
Annars er betra að sleppa kristnum
fræðum. Því að óvönduð kennsla með
liávaða, ys og útúrsnúningum, þurrk-
ar út hið bezta, sem barnssálin áður
hafði tileinkað sér á þessu sviði. Og
slíkir tímar verða einnig beztu börn-
unum hneyksli og hugraun. Kennar-
ar. Ekkert skólastarf er betri prófraun
á starfshæfni ykkar en kristinfræði-