Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 6

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 6
50 HEIMILI OG SKOLI En það er samt sem áður óleyst mál, hvernig á að fara með þessa nemend- ur í skólunum. En eitt er víst: Engin börn þurfa á meiri samúð og skilningi að halda en einmitt þessi, bæði frá foreldrum og kennurum. Það þarf sannarlega ekki að minna þau á van- mátt sinn, en því miður mun okkur oft liætta til þess. Þegar þessi börn eru í bekk með öðrum venjulegum börn- um, gleymum við því stundum, að þau hafa aðra aðstöðu til náms, og bregð- um þeinr um leti og trassaskap, þótt höfuðástæðan fyrir vankunnáttu þeirra sé oltast blátt áfram getuleysi. Hitt er þó raunar oft til, bæði hjá greindum og ógreindum börnum. Og ég vil bæta því við, að ef nokkur börn þurfa á þolinmæði og umburðarlyndi að halda, þá eru það þau, sem skortir gáfur og getu til að læra, en hafa til þess fullan vilja. Líf þessara barna verður miklum mun bærilegra, ef þau finna til samúðar kennarans og skiln- ings. Hann þekkir að vísu leyndar- málið, en hann lætur það aldrei í ljós á nokkurn hátt. Hann er aldrei óþolin- móður, aldrei óánægður með frammi- stöðuna, þótt hún sé léleg. Hann er eins og góður læknir, sem reynir að tala kjark í sjúklinginn. Hann er alltaf jafn í blíðu og stríðu, umber vanmátt- inn og metur dugnaðinn. I svona and- rúmslofti getur vangefnu börnunum jafnvel liðið vel, þrátt fyrir allt. Við rhegum ekki gleyma því, að þegar við höfúm fyrir framan okkur 12 ára dreng eða stúlku, sem á erfitt með að læra, hefur þetta barn kannske ekki nerna 10 ára greindarþroska, þótt það sé líkamlega þroskað eins og önnur börn. Þessi börn eru því miklu við- kvæmari fyrir skilningsleysi og að- finnslum en aðrir jafnaldrar þeirra, og mér hefur oft runnið til rifja að sjá kvtil vanmáttarins skína úr augum þeirra, þegar erfiðlega gengur, og ekki sízt, þegar mér eða öðrum hefur orðið það á að mæta þessunr van- mætti með‘skilningsleysi. Stúlkurnar bera venjulega liartn sinn í hljóði. Þær falla oft í eitthvert mók, bera sinn kross, en drengjunum hættir til að búast til varnar og bæta sér upp getu- leysi sitt með því að láta á sér bera á öðrum sviðum. Þeir geta orðið ódælir á bekknum og yfirleitt í skólanum. Þeir halda sér uppi með því að vekja á sér athygli annarra dijengja með s ódælsku. Og þeim verður stundum að þeirri ósk sinni að hljóta aðdáun fyrir. Þarna geta þeir orðið foringjar, og það bætir þeim upp vanmáttarkennd þeirra. En oftast er hægt að koma í veg fyrir þessa öfugþróun með því að sýna þess- um drengjum skilning og nærgætni í upphafi. Það lætur kannske nokkuð undarlega í eyrum, en ég vil álíta, að höfuðtakmark skólanna o«r kennar- o anna sé ekki það að kenna þessum börnum, nema þá það allra nauðsyn- legasta í móðurmáli og reikningi, heldur hitt að vekja hjá þeim sjálfs- traust og trú á getu sína til að verða að nýtum og góðum manni, þótt náms- gáfur skorti. Og því miður verðum við að viður- kenna, að sá skóli, sem við höfum byggt upp fyrir börn okkar almennt, getur orðið þessum litla hópi barna til tjóns, ef ekki er gætt hinnar mestu varúðar. Við hittum varla naglann á höfuðið með því að segja, að það verði

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.