Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 8
52
HEIMILI OG SKÓLI
sama bekk. Þetta er mjög vafasamt
ákvæði. Það er enginn vandi að setja í
lög og samþykkja þetta, en það er
meiri vandi að standa frammi fyrir
framkvæmd þessa ákvæðis, og ég er
ekki viss um, að seinni veturinn í 12
ára bekknum verði öllum til rnikils
gagns eða þroska. En þessi eftirseta er
þyngra áfall fyrir lítinn, óþroskaðan
dreng eða stúlku en löggjafana rennir
grun í. Hitt er þó líklega enn vafasam-
ara að skylda þessi börn til að halda
enn áfram í tvö ár, er þau hafa ineð
harmkvælum lokið sínu barnaprófi.
En það er nú önnur saga. .
Það mætti kannske segja, að okkur
væri svipaður vandi á höndum með
gáfuðu börnin, sem eru á undan flest-
um sínum félögum, og víst hlýtur
þeim að vera óréttur gerr oft og mörg-
um sinnum, en þau kalla þó ekki eins
á samúð okkar og hin. Þau finna hjá
sér máttinn og yfirburðina, og það,
gefur lífi þeirra vissa fyllingu, þótt þau
fái ekki að njóta sín á sprettinum eins
og efni standa til. En eitt er víst: Við
verðum að búa þannig að vangefnu
börnunum í skólunum, að þau geti
notið sín Jrar eins og önnur börn, bæði
þeirra vegna og þjóðfélagsins, sem á
að njóta krafta þeirra í lramtíðinni.
Og næst Jiegar fræðslulöggjöf vor verð-
tir endurskoðuð, iná ekki gleyma Jress-
um hópi barna. Við höfum blátt áfram
ekki ráð á því. Uppeldisfræðingar
telja, að allt að |>ví 6% allra skóla-
barna muni þurfa sérkennslu. Mér
þykir líklegt, að þessi tala sé ekki svo
há hér á íslandi, en þó að þau væru
hálfu færri, væri samt ærin ástæða til
að muna eftir sérstöðu þeirra og gera
eitthvað fyrir J>au.
Þótt við eigum enga sérmenntaða
kennara í þessari grein, mætti byrja
með ]>ví að fá einhvern sérfræðing og
hafa námskeið með kennurum til að
búa þá undir meðferð og kennslu þess-
ara barna. En á meðan ekkert er gert,
skulum við hvert í sínu lagi gera það
bezta, sem við getum til að koma þess-
um börnum til nokkurs þroska. Við
verðum að læra að taka þau eins og
þau eru, en ekki ætlast til neins af
þeim, sem þeim er um megn. Jafnvel
}>ótt við horfum ineð skelfingu fram
á vordagana, þegar þessi börn fá sinn
dóm í töluin — vafalausa falleinkunn,
skuluin við uingangast þau með sömu
þolinmæðinui, og hinni sömu óbifandi
ró sem ættum við von á að útskifa þau
með ágætiseinkunn. Það léttir þeim
lífið og erfiðið. og ofurlítill neisti af
sjálfstrausti, bjartsýni og trú á sjálfan
sig og lífið er góð gjöf. Þarna J>urfa
kennarar og foreldrar að vera samtaka.
Þetta á raunar við um alla nemendur,
en ekki þó sízt J>á, sem erfiðast eiga
um allt bóklegt nám.
Hannes J. Magnússon.
Fyrsti daéurinn í skclanum.
Kennslukonan: „Kantu stafrófið, litli
vinur?“
Jón: „Já, fröken.“
Kennslukonan: „Hvaða bókstafur kemur
á eftir a?“
Jón: „Allir hinir.“
Óréttlæti.
Móðirin: „Nú verður þú að fara að hátta,
Óli minn.“
Óli: „Nú ert þú ekki réttlát, mamma. A
morgnana segir þú, að ég sé af stór til að
liggja í rúminu, en á kvöldin segir þú, að ég
sé of lítill til að vera á fótum.“