Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 9

Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 9
HEIMILI OG SKÓLI 53 Valdemar V. Snævarr, sjötugur. Þann 22. ágúst s.l. varð Valdemar V. Snævarr, fyrrv. skólastjóri, sjötíu ára. Valdemar er um margt merkilegur inaður, skáld og rithöfundur og jafn- framt maður, sem varið hefur lífi sínu til að hlynna að Jreim gróðri, sem dýr- mætast er, æskunni í landinu. En fjár- munum hefur hann aldrei sót/.t eftir, enda fátækur af þeim jafnan. Valdemar er fæddur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd 22. ágúst 1883. For- eldrar hans voru Valves Finnbogason, skipstjóri, og Rósa Sigurðardóttir. Föður sinn missti Valdemar 1884. Hann var skipstjóri á „Úlfi“, er þá fórst með allri liöfn. Olst Valdemar upp hjá móður sinni á Svalbarðs- strönd. Valdemar var snemma námfús og var í Möðruvallaskóla 1899—1901. Næstu ár á eftir var hann öðru hvoru við nám til undirbúnings í mennta- skóla. En fé skorti til framhaldsnáms, þótt námsgáfur væru nægar og áhugi. Þá gerði hann kennsluna að ævi- starfi sínu. Var hann fyrst við far- kennslu í tvo vetur, en Jrá varð hann skólastjóri á Húsavík 1903—1914 og í Neskaupstað í Norðfirði 1914—1943. Eins og sést á þessu yfirliti, kenndi hann alls í 42 ár og Jiótti afburðagóður kennari. Síðustu 10 árin hefur hann verið hjá séra Stefáni syni sínum á Völlum í Svarfaðardal og getað gefið sig að hugðarefnum sínum, skáldskap, sagn- fræði og kristilcgu starfi. Af félagsstörfum Valdemars má nefna störf hans í Góðtemplararegl- unni í Neskaupstað. Var hann nr. a. lengi gæzlumaður barnastúkunnar ,,Vorperlan“ nr. 64 og starfaði hún með ágætum undir stjórn hans. A þeim árum gaf hann út barnablaðið ,,Smára“ í 5 ár. Varð Austurland fá- tækara, er Jjetta eina barnablað, sem þar hefur komið út, féll niður. Valdemar er þjóðkunnur, sein skáld

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.