Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 14

Heimili og skóli - 01.08.1953, Page 14
58 HEIMILI OG SKÓLI hátt, koin fram hugmynd um, að ná samvinnu við stjórn æskulýðsskála landsins, um það að leigja þá til þessa skólahalds vor og haust. Mörg af æsku- lýðsfélöugm landsins eiga nefnilega mjög mikinn fjölda viðleguskála um land allt, og marga stóra og góða. Hafa þau fyrir nokkru myndað landssam- band, með yfirstjórn í Osló, til þess að kynna skálana, og stuðla að auknu úti- lífi og náttúruskoðun meðal almenn- ings. Er þetta í samræmi við lík sam- tök meðal æskulýðs annarra þjóða. — Eg tel rétt að geta, í þessu sambandi, að með því að hafa samband við stjórn- ir æskulýðsskálanna í hinum ýmsu löndum, er auðvelt að fá gistingu í skálunum, en þar kostar hún nær ekk- ert, miðað við hótelvist. A þann hátt er mögulegt að ferðast um fögur lönd, á tiltölulega mjög ódýran hátt, enda er það m. a. tilgangur samtaka þessara að greiða fyrir því. A námskeiðum var tilkynnt, að stjórn Keflnarasambands Noregs hefði nú náð samkomulagi við stjórn æsku- lýðsskálanna um að leigja skólunum beztu skálana til „lejr“-skólahalds um haust, vetur og vor. Samningar höfðu tekizt bæði fljótt og vel, því að æsku- lýðsskálarnir eru mjög lítið notaðir á þeim tímum. Og auk þess er það mark- mið samtakanna, eins og áður getur, að stuðla að auknu útilífi og náttúru- skoðun meðal æskunnar. Á þennan hátt er ætlun Norðmanna að leysa „lejr“-skólamálið í bili. Hvernig framtíðarskipan þeirra mála verður, leiðir tíminn seinna í ljós. En engum gat dulist, sem dvaldi á Tran- berg, og ræðir við norska kennara í dag, að trú þeirra á gildi „lejr“-skólans er mikil. Eru þeir því líklegir til stórra átaka í því efni, eins og á mörgum öðr- um sviðum. Að þessu sinni skal ekki rætt um „lejr“-skólahald með tilliti til stað- hátta heima. En margt virðist mér benda til, að liann geti átt þar framtíð, eins og meðal frændþjóðanna, — í sínu eigin formi. Hef ég þá m. a. í huga aukið starfsuppeldi, sem við þurfum að stefna markvisst að á næstunni. Ég held, að íslenzkir kennarar ættu að taka mál þetta á dagskrá, til umræðna og athugunar, og með það í huga eru þessi fáu orð rituð. Til gamans. Verra gat það verið. Móðirin: „Hvers vegna reynir þú ekki að vera góð stúlka, Eva mín?“ Eva: „Ég reyni það eins og ég get.“ Móðirin: „En þú ert nú samt sem áður ekki verulega góð stúlka.“ Eva: „En, mamma, hugsaðu þér, hvað ég væri slæm, ef ég væri ekki alltaf að reyna að vera góð stúlka.“ Það var þó munur. Faðirinn: „Heyrðu, Pétur. Ertu enn þá sá tuttugasti í röðinni í bekknum þínum?“ Pétur: „Nei, pabbi, nú er ég sá tuttugasti og fyrsti, því að það kom nýr drengur í bekkinn." Skildi sitt hlutverk. Kennarinn (kemur inn í stofuna, en veitir því þá athygli, að hann hefur gleymt lyklin- um að kennaraborðinu): „Hlauptu niður í kennarastofuna, Oli minn,, og vittu hvort lyklamir mínir liggja ekki á borðinu." Eftir andartak'kemur Oli hlaupandi til baka lafmóður og segir: „Jú, herra kennari, þeir liggja á borðinu."

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.