Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 15

Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 15
HEIMILI OG SKÓLI 59 Lestrarnám og lestrarörðugleikar Eftir ÓLAF GUNNARSSON, sálfrœðing. Erindi flutt í Laugamesskólanum í Reykjavík í októbermánuði 1952. (Niðurlag). Við lestrarnám, eins og raunar allt nám og störf, er áríðandi að umhverf- ið sé þannig að sá, sem á að nema, finni til öryggiskenndar og notalegr- ar þægindatilfinningar. Einn liður- inn í að skapa þægilegt umhverfi, er að hafa skólastofurnar vel bjartar og þægilega hlýjar, borðin, sem unnið er við, mátulega há og stólana þægilega, helzt með mjúku sæti og fóðruðu baki, harðir tréstólar eru óheppilegir skólastólar, þar eð mjög þreytandi er að sitja í þeim tímunum saman dag eftir dag. Birta á að koma aítan frá, eða frá hlið. Ljósstyrkurinn er mældur í ein- ingum, sem kallast lux og eru 75 lux lágmark þeirrar birtu, sem nauðsynleg er til þess að geta lesið. í sænskum skóla var luxafjöldinn mældur og reyndist hann vera 1200 lux einn metra frá glugga skólastofunnar, 975 lux í tveggja metra fjarlægð, 875 í þriggja, 632 í fjögurra og 470 í 5 metra fjarlægð. Gluggar þessarar stofu sneru móti suðri og engin tré skyggðu á sólarljósið. Þessi athugun sýnir, að gæta þarf þess, að láta ekki börn, sem hefja lestrarnám, lesa við lélegt ljós. Lágmarkið 75 lux, er mið- að við fullorðna og gert ráð fyrir, að þeir lesi meðalletur, þ. e. bókstafi, sem eru 2.5 millimetrar á hæð, bil milli bókstafa 0.4 millimetrar, bil milli orða 2 millimeti'ar og bil mi.lli lína 2.5 millimetrar. Byrjendur þurfa bæk- ur með stærri bókstöfum og lengra bili og um fram allt sem bezt ljós, þar eð sjón þeirra hefur ekki náð fullum þroska, þegar lestrarnámið hefst. Þegar ræða skal um lestrarkennslu, verður að gera sér grein fyrir því, hvort kenna á hljóðlestur eða radd- lestur, en raddlesturinn gerir mun méiri kröfur til lesandans og í raun- inni það miklar, að ofætlun má telja lítt greindum börnum að læra virki- lega fallegan raddlestur. Við hljóðlest- ur ríður mest á hraða og efnisnámi, en við raddlestur kemur auk þess til greina greinilegur framburður, þagn- ir og áherzlur, sem sýni að efnið hefur skilizt fullkomlega, því að öðrum kosti verður lesturinn óáheyrilegur og jafn- vel rangur. Raddlestur er nú orðinn mjög óalgengur, nema á mannamót- um eða í útvarpi, þar sem einn eða fleiri lesa upp; gamla lestrarmenn- ingin, sem blómgaðist við skinið frá grútarlömpum fortíðarinnar, er fall- in í gleynyskn og dá og lítil sem engin tök munu vera á því að vekja hana til lífsins á ný. Fólk, sem les nokkuð á annað borð, les hljóðlestur, og er því eðlilegast að leggja mikla áherzlu á hann, þótt varla komi til mála að sleppa raddlestri alveg. Hvort sem um hljóð- eða raddlestur

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.