Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 18
62
HEIMILI OG SKÓLI
orðum, sem ekki eru stöfuð; með öðr-
um orðum: lestrarörðugleikar hans
eru bundnir við sjónminnið (visuelle).
Jens ræður síður við stöfuð orð, sam-
runi hljóðanna bregst honum, hans
örðugleikar eru bundnir við heyrnina
(auditive) Jens skyldi aldrei kennt
með hreinurh hljóðaaðferðum, hann
þarf fyrst og fremst að byggja réttan
lestur á orðmyndum, og ætti því um-
fram allt að kenna honum með orð-
myndaaðferð tengda stöfunaraðferð-
inni. Leifur hefði hins vegar gott af,
að ldjóðaaðferð væri að miklu leyti
beitt við lestrarkennslu hans. Til
greina getur einnig komið að nota
þreifi- og jafnvel vöðvaskynjun í þjón-
ustu lestrarkennslu og má þá hverj-
um kennara ljóst vera, að svo margar
mismunandi kennsluaðferðir er ekki
hægt að framkvæma í bekk, þar sem
30 börn með fjögurra ára mismun-
andi greindaraldri eiga að njóta
kennslu.
, Eina ráðið til þess að bæta úr þessu,
er að ætla börnum, sem hafa eðlilega
greind eða meira, en eiga mjög erfitt
með að læra að lesa, sérstaka bekki.
Danir hafa allra þjóða mest reynslu
á þessu sviði, en þeir stofnuðu í til-
raunaskyni fyrsta lestrarbekkinn árið
1935. Svo góða faun gaf þessi starf-
semi, að í fræðslulögum Dana frá 1937
er það sérstaklega tekið fram, að stofn-
aðir skuli lestrarbekkir handa þeim
börnum, sem eigi við sérstaka lestrar-
örðugleika að stríða. Síðan hefur þessi
starfsemi þróast mjög ört, og eru nú
í Kaupmannahöfn einni saman á ann-
að hundrað lestrarbekkir með eitthvað
2000 nemendum. Bekkirnir eru undir
stjórn skólasálfræðinganna, en aðsetur
þeirra er í bæjarskólunum hingað og
þangað um borgina. Kennarar og sál-
fræðingar skipuleggja kennsluna í fé-
lagi, er engin sérstök kennsluaðferð
áskilin, enda myndi slíkt vera fásinna,
samanber það, sem áður var sagt um
mismunandi örðugleika barnanna.
Aftur á móti er það ófrávíkjanlegt
skilyrði, að nemendafjöldi hvers bekkj-
ar fari aldrei fram úr 15, og kennslan
sé einstaklrngsbundin og þannig
skipulögð, að hverjum nemanda gef-
ist kostur á að fylgjast með framför-
um 'sínum. Gert er ráð fyrir því, að
kennararnir noti allmikinn tíma til
þess að undirbúa kennsluna, og með
tilliti til þess eru 4 kennslustundir í
lestrarbekk, reiknaðar sem fimm í
venjulegum bekk,- Kennarar slíkra
bekkja verða umfram allt, að haga
námsgreininni eftir þörfum og getu
nemendanna, og mega ekki gera til-
raunotil að laga nemendur eftir náms-
efni. Sennilega má benda á það, sem
almennan galla á flestum námsskrám,
að þær eru samdar af mjög vel greind-
um mönnum, sem ekki hafa þekkt
niðurstöður greindarmælinga og ann-
arra athugana, sem gerðar hafa verið
á börnum, hafa þeir því ósjálfrátt
gert ráð fyrir því, að þeir væru eins
og fólk er flest, hvað greind og náms-
hæfni snertir og því samið náms-
skrárnar þannig, að þær henti þeim
og öðrum, sem standa á svipuðu
greindar- og þroskastigi. í Danmörk,
þar sem skólasálfræðin er lengst kom-
in af öllum Evrópulöndum, er búið
að breyta þessu, og er börnum, sem
hafa greindarvísitölu undir 90, ætluð
sérstök námsskrá og eins þeim, sem