Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 20
64
HEIMILI OG SKÓLI
Ég skal nú minnast á nokkur hjálp-
armeðöl, sem reynzt hafa vel í lestrar-
bekkjum Kaupmannahafnar.
Barnið fær mynd af einhverju
ákveðnu t. d. dreng á skautum, undir
myndinni eru allmörg orð og á barn-
ið að skrifa þau orð, sem eiga við
myndina. Hlutverkið neyðir barnið
til íhugunar.
Hvað af þessu er venja að hafa í
stofu. Borð, bíl, gaddavír, stól þjóð-
veg, lamb, ljósastjaka, o. s. frv. barnið
skrifar aðeins nöfn þeirra hluta, sem
venja er að hafa í stofu.
3. Orðaspjöld, sem barnið fær sund-
urlaus, en á að raða þannig, að þau
myndi setningu. Aftan á spjöldunum
stendur setningin rétt, svo að kennar-
inn þarf ekki annað en lyfta spjöldun-
um upp og horfa á bakborðið til þess
að sjá, livort rétt hefur verið raðað.
Barnið les létta sögu og svarar að
því loknu skriflegum spurningum,
sýna þá svörin, hvernig efnisnámið
hfefur verið.
5. Einföld reikningsdæmi í orðum,
sem börnin reikna og skrifa útkom-
una í tölum eða orðum.
Ég skal taka fram, að þetta eru æf-
ingar, sem eiga sérstaklega við börn í
lestrarbekkjum, en vitanlega má einn-
ig nota þær við venjulega lestrar-
kennslu. Þegar kennari lestrarbekkjar
fær illa læst barn í bekkinn til sín,
verður alltaf að hefja lestrarnámið á
því stigi, sem barnið er á, án tillits
til aldurs þess, stundum verður að
nota algera byrjendakennslu við ann-
arsbekkinga, og hefur þó bókstafaaskj-
an gefizt vel sem hjálpartæki. Er þá
fyrst rætt um orð eða stutta setningu,
orðin skrifuð á töfluna og stöfuð um
leið og kveðið að þeim, börnin lesa
þetta bæði ein og í kór, síðan fær
hvert barn að búa til orðin úr bókstöf-
um þeim, sem þau hafa í bókstafaöskj-
unni, en í henni er stöfunum raðað
eftir stafrófsröð. Næsta skrefið er að
skrifa setninguna, og leyndist í henni
einhvér lítt kunnur bókstafur; er sá
snáði litaður með áberandi lit, t, d.
bláum. Hætti börnunum við að rugla
saman bókstöfum, t. d. d og b; er rétt
að æfa þá sitt í hvoru lagi, a. m. k.
fyrst í stað.
Ég hef áður bent á, að í lestrar-
bekkjum er kennslan mjög einstakl-
ingsbundin, og munu því sumir vilja
spyrja, af hverju ég sé nú allt í einu
farinn að tala um bekkjarkennslu. Því
er til að svara, að þótt aðaláherzlan
sé lögð á einstaklingsbundna kennslu,
er bekkjakennslan engan veginn bann-
færð, heldur eru nokkrar sameiginleg-
ar æfingar daglega, m. a. með það fyr-
ir augum að glæða félagsþroska barn-
anna, og eins kemur það til greina,
að ýmis börn þurfa ekki að vera í
lestrarbekk nema einn eða tvo vetur,
en geta síðan horfið aftur í venjulegan
bekk.
Orðaöskjur eru líka notaðar í ein-
staklingsbundnu kennslunni; hefur
þá hvert barn öskju með nokkrum
orðum, sem það æfir sérstaklega, en
kennarinn hefur aðra öskju fyrir hvert
barn í bekknum. Barnið æfir sig nú
í orðum, sem það finnur í orðaöskj-
unni, og þegar því finnst það kunna
eitthvert orð vel, lætur það kennar-
ann hlýða sér yfir það. Þegar bamið
hefur stafað og skrifað sama orðið
villulaust nokkra daga í röð, veitir
kennarinn því viðtöku og setur það