Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 25
HEIMILI OG SKÓLI
69
\
STARFIÐ HEFST.
Eftirfarandi greinarkorn birtist í
ritinu Hjemmet og skolen 1952, og er
eftir Agnete Paulsen, skólastj., en það
rit er gefið út af kennslumálastjórn
Dana við og við, og er ætlað það hlut-
verk að vera eins konar tengiliður á
milli heimilanna og skólanna og vinna
að aukinni samvinnu þar á milli.
Ritstj.
í hvert skipti sem skólar Kaup-
mannahafnar ljúka upp dyrum sínum
eftir sumarleyfið, streyma þangað þús-
undir og aftur þúsundir af glöðum og
liraustlegum börnum. Meðal þessara
barna cr alltaf nokkur hluti, sem kem-
ur þarna í fyrsta sinn. Nú eiga þau að
stíga sitt fyrsta spor í áttina til að verða
góður borgari í þjóðfélaginu.
Þessir nýnemar halda kannske á
nýrri skólatösku í annarri hendinni,
en hina leggja þau í lófa móður sinnar
eða föður. Þau ganga hljóð og alvarleg
inn í skólann. — Hvað tekur nú við?
En það er ekki gott að segja, hver bíð-
ur í meiri eftirvæntingu, foreldrarnir
eða barnið. Ég álít raunar, að eftir
væntingin sé mest hjá barninu, en for-
eldrarnir eru kannske enn þá hrærð-
ari. Þannig virtist mér það vera, þegar
ég sendi mín eigin börn í skóla í fyrsta
skipti. En hjá báðum hvíslar hin sama,
innri rödd: Hvað tekur nú við?
Hvernig mun þetta nú ganga? Tekst
barninu mínu að festa hér rætur og
njóta sín? Hér veltur mest á skólanum
í fyrstu umferð, og kannske er þessi
-dagur — þessir fyrstu dagar — mikil-
vægasta tímabilið í allri skólagcingu
barnsins? Gc'tð byrjun gefur vonir um
gott áframhald um langa framtíð. En
eitt er víst. Foreldrarnir, sem heima
sitja, mega einnig vera vel á verði,
fylgjast með barninu og hjálpa skólan-
um. Þau verða að koma í skólann, ef
þess er óskað, .hvort heldur til að
Mœður í hermsókn í skólann.
hlusta á sjálfa kennsluna, eða mæta
á bekkjafundum og leshringum, varð-
andi starf skólans. A þann hátt gefst
þeim kostur á að fylgjast með starfi
hans og hvernig barninu þeirra vegnar
þar.
Foreldrarnir eiga ef til vill erfitt með
að átta sig á því, livers vegna barnið
kemur ekki strax heim ineð stafrófs-
kverið, en þannig stendur á því, að
fyrstu dagana eru bcirnin látin klippa
út bókstafina, svo og alls konar mynd-